Ég nenni nú ekki að fara út í neinar rannsóknir en að mínu mati er skemmtilegasta liðið sem ég hef séð er Houston 93/94 (eða var það 92/93, í það minnsta fyrra meistaratitilstímabilið) þá byggðist liðið á Hakeem Olajuwon og þriggja stiga skyttum og hvílíkar skyttur þeir voru stundum. Kenny Smith, Robert Horry og Vernon Maxvel (eða var hann farinn). Sérstaklega hafði ég gaman af Horry, sem setti hvern þristinn af öðrum á mikilvægum augnablikum í úrslitakeppninni.