Jæja, nú eru að koma áramót og tímabilið hálfnað. Mig langar aðeins að spjalla um hverjir munu koma til með að berjast um titilinn og hverjir munu berjast um fall.

Arsenal.
Þjálfari: Arséne Wenger.

Þeir byrjuðu tímabilið frábærlega og náðu 23 stigum úr fyrstu 9 leikjunum og virtust vera óstöðvandi. Svo kom slæmt tímabil og þeir töpuðu 3 af 4 leikjum sínum í röð auk tveggja Evrópuleikja. Núna virðist Wenger vera að koma þeim aftur á skrið en þó virðist þetta ekki vera jafn auðvelt hjá þeim og í fyrstu. Þeir eiga örugglega eftir að vera í mikilli baráttu um titilinn þó held ég að þeir hafi þetta að lokum.

Mín spá:.1.sæti
Menn sem vart er að fylgjast með:
Thierry Henry: Frábær framherji með mikinn hraða og tækni.

Robert Pires:Hann átti frábært tímabil í fyrra. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og missti m.a. af HM með Frökkum. Hann hefur verið að koma til og er hægt og bítandi að nálgast sitt besta form. Hann er skapandi miðjumaður með frábærar sendingar.

Patrick Vieira: Frábær leikmaður sem stendur ávallt fyrir sín og skilar sinni vinnu vel. Hans hlutverk er að binda saman miðjuna og hann gerir það ávallt með miklum sóma.


Liverpool.
Þjálfari: Gérard Houllier.

Liverpool byrjaði tímabilið mjög vel og virtust ætla að veita Arsenal mikla keppni um titilinn. Þeir fengu 30 stig úr fyrstu 12 leikjunum. En þá fór allt í baklás og þeir duttu úr meistaradeildinni og hafa nú ekki unnið í síðustu 8 leikjum í deildinni og þá m.a. á móti Manchester United þar sem Jerzy nokkur Dudek gerði sig sekan um stór mistök eins og væntanlega allir vita og var tekinn út úr liðinu og Chris Kirkland sem keyptur var frá Coventry í fyrra tók stöðu hans og hann hefur staðið sig alveg prýðilega. Vörnin sem var sú sterkasta á síðasta tímabili hefur verið að hiksta dáldið að undanförnu og virðist vera dáldið hæg. Liðið er sem stendur í 5.sæti í deildini og eru 9 stigum á eftir toppliði Arsenal. Það skal enginn afskrifa Liverpool-liðið því að það býr mikið í liðinu liðið er ungt en þó nokkuð reynt og það er nokkuð ljóst að þeir verða með í baráttunni um titilinn.
Mín spá: 2.sæti
Leikmenn sem vart er að fylgjast með:

Danny Murphy: Hann er mjög vanmetinn leikmaður sem getur spilað á hægri og vinstri kannti og á miðjunni mín persónulega skoðun er sú að hann sé best geymdur á miðjunni. Góður leikmaður sem skorar mikið af mörkum.

Michael Owen: Þennan þekkja allir. Owen er frábær framherji á góðum degi en á það til að tínast. Hann er með mikinn hraða og skorar mikið.

Dietmar Hamann: Hann er meiddur eins og er en það fer þó að styttast í hann og hann gæti verið með á morgun gegn Arsenal og það væru mikil gleðitíðindi fyrir alla poolara. Hann er með sama hlutverk og Patrick Vieira hjá Arsenal og Roy Keane hjá ManU. Mér finnst hann mjög vanmetinn og er ekkert verri en tveir áðurnefndu, algjör lykilmaður hjá Liverpool.


Manchester United.
Þjálfari: Sir Alex Ferguson.

Manchester byrjuðu tímabilið frekar illa og voru í svona í kringum 4.sæti. Þeir keyptu Rio Ferdinand frá Ledds á metfé hann hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem að til hans voru gerðar, enda verið mikið meiddur. Manchester liðið hefur spilað ágætan fótbolta. Þegar margir lykilmenn meiddust þá fór allt að ganga betur og þeir unnu 8 leiki í röð í öllum keppnum og voru að sýna mikkinn karakter en þegar Beckham og Keane komu aftur þá töpuðu þeir 2 leikjum í röð í deildini. En þó unnu þeir Birmingham á laugardag 2-0 þar sem Beckam skoraði 1.mark. ‘A góðum degi spilar United liðið frábæra knattspyrnu og getur unnið hvaða lið sem er. Þeir eru sem stendur í 3.sæti og spái ég að þeir verði þar áfram.

Mín spá: 3.sæti.
Leikmenn sem vart er að fylgjast með:

Ruud van Nistelrooy: Hann er góður framherji sem er stór og sterkur og skorar mikið. Mikilvægur fyrir Manchester-liðið.

Roy Keane: Hann er fastur fyrir og fær mikið af spjöldum. Hann hefur verið meiddur í e-a mánuði og verið í banni vegna ummæla sem hann sagði á ævisögu sinni. Hann hefur lofað að taka sig á og vera prúðari. Hann hefur sama hlutverk hjá United og Hamann og Vieira hafa. Lykilmaður hjá Manchester.

Giggs & Bechkam: Frábærir kantarar sem leika stórt hlutverk hjá Manchester liðinu. Giggs er leikmaður sem er snöggur og með mikla tækni en Beckham er öðruvísi, hann er ekki snöggur og ekki með mikla tækni, hann gefur hinsvegar stórkoslegar sendingar og fyrirgjafir. Báðir mjög mikilvægir Manchester-liðinu en það má deila um hvor er betri.


Chelsea.
Þjálfari: Claudio Ranieri.

Chelsea menn keyptu ekki neitt fyrir tímabilið fengu aðeins Enrique de Lucas. Chelsea hafa spilað glimrandi vel á leiktíðinni og hafa haldið uppi stöðugleika sem hafði ekki verið síðustu ár. Örugglega vegna þess að ekki voru margir menn keyptir. Ranieri hefur þarna góðan hóp í höndunum dem er alvag eins líklegur til afreka. Þó held ég að eftir áramót fari að halla undan fæti. Ranieri glímir við stórt vandamál og það er framlínan. Nei, það er ekki vegna þess að hann er með lélega framherja heldur of góða hann er með þrjá heimsklassa framherja sem er erfitt að velja úr. Þetta eru þeir Eiður okkar Smári sem að því miður hefur þurft að víkja fyrir hinum, Jimmy Floyd Hasselbaink sem hefur átt ágætt tímabil en þó ekki næstum því eins gott og í fyrra og Gianfranco Zola sem er 36 ára gamall en hefur engu gleymt. þetta er án efa hans besta tímabil í mörg ár og hans framlag í ár er án efa stór þáttur í velgengni Chelsea í ár. Þeir eru sem stendur í 2. sæti í deildinni og ég spái þeim meistaradeildarsæti.

Mín spá: 4.sæti.
Leikmenn sem vart er að fylgjast með:

Gianfranco Zola: Hinn 36 ára gamli ítali hefur farið á kostum á þessari leiktíð. Hann er með mikla tækni og hraða en alveg pínulítill ég held að hann sé 1,56m á hæð.

Carlo Cudicini: Frábær ítalskur markmaður sem hefur gjörsamlega stolið senunni á þessari leiktíð ásamt Zola. Hann er sá markmaður sem hefur fengið hvað fæst mörk á sig það sem af er leiktíð.

Eiður Smári: ’Eg varð bara að hafa hann þarna. Hann hefur ekki fengið mikið að spila með Chelsea en við vonum bara að við fáum að sjá hann meira.


Newcastle.
Þjálfari: Sir Bobby Robson

Newcastle byrjuðu ekki nógu vel en hafa verið á uppleið. Meistaradeildin hefur tekið af þeim mikinn toll og þeir eru bara ekki með nægilega mikla breidd tila að kljást á báðum vígstöðum. Heimavöllurinn þeirra St´James´s park hefur reynst þem mjög góður þar sem þeir eru með 7 sigra og 1 tap. Þeir verða nær örugglega með í baráttu um meistaradeildarsæti (vá langt orð!!) en meistaradeildin sjálf mun taka af þeim mikinn toll.

Mín spá: 5.sæti
Menn sem vart er að fylgjast með.

Alan Shearer: Þessi reyndi kappi hefur lagt landsliðsskónna á hilluna og ætlar að einbeita sér að Newcastle. Hann er ótrúlegur markaskorari og skorar ávallt glæsileg mörk hvort sem að það eru skot út fyrir teig eða með skalla.

Craig Bellamy: Hann er mjög ungur. Var fenginn frá Coventry fyrir tveim árum og reyndust það vera frábær kaup hjá Bobby gamla. Hann er mjög snöggur og skorar mikið. Hann er undir leiðsögn frábærs leikmanns og þjálfara sem eru Shearer og Bobby. Hann hefur lent í nokkrum vandræðum innan vallar, þó aðallega í meistaradeildinni þar sem hann hefur fengið tvö rauð spjöld.

Laurent Robert: Skemmtilegur kantmaður sem var fenginn frá Paris SG. Hann getur leikið óaðfinnanlega þarna úti á kanti en því miður hefur hann lent í rifrildi við stjórn félagsins og gæti yfirgefið herbúðir Newcastle manna áður en langt um líður.

Everton.
Þjálfari: David Moyes.

Everton eru án vafa spútnik lið deildarinnar. Litla liðið í Liverpool er fyrir ofan það stóra á stigatöflunni. Sá árangur má þakka frábærum og vel skipulögðum varnarleik. 6 af 10 sigurleikjum liðsins hafa endað 1-0. Það er enginn rosalegur mannskapur hjá liðinu, en David Moeys stjóri liðsins virðist einhvern veginn ná ná því besta úr hverjum leikmanni. 'Eg held að eftir áramót fari að halla undan fæti hjá liðinu.

Mín spá: 6.sæti.


Svo að við veltum aðeins falláráttunni fyrir okkur þá held ég að WBA, Sunderland og West Ham falli.

Endilega segið ykkar álit á greininni og ykkar skoðanir á baráttunni sem eftir er.

Kær kveðja gummo55