Ég er forvitinn að vita hvaða NBA lið eru
í mestu uppáhaldid hjá ykkur.

Detroit Pistons 1988-1990 voru í miklu uppáhaldi hjá mér
þegar þeir voru upp á sitt besta:

Isaiah Thomas og Joe Dumars: Eitt skemmtilegasta bakvarðapar allra tíma.

Vinnie Johnson: Gamli góði “örbylgjuofninn”, baneitraður þegar hann komst í stuð.

Mark Aguirre: Skemmtilegur framherji.

Bill Laimbeer: Umdeildur leikmaður. Geðveikur tuddi, þrususkytta og vann vinnu sína vel.

Dennis Rodman: Þarfnast ei frekari kynningar. Frábær varnarmaður, var valinn varnarmaður ársins tvö ár í röð.

John Salley: Féll vel inn í þessa heild á þessum tíma. Góður varnarmaður.

Er orðinn svo ryðgaður í kollinum, er örugglega að gleyma bestu mönnunum. Þetta lið var í miklu í uppáhaldi hjá mér, þrátt fyrir að ég sé Lakers maður.

Hvað finnst ykkur?

Drullu Melu