Ég hef nú, oftar en einu sinni, verið beðinn um að skrifa grein um það hversu hagstætt það sé að panta DVD mynddiska af netinu.
Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað DVD er virkilega dýrt hér á landi og hversu auðvelt og þæginlegt það er að panta þær myndir sem eru of dýrar og/eða ófáanlegar á Íslandi. Það er ekki nema að það sé eitthvað sérstakt þegar ég skelli mér í raftækjaverslun og skelli mér á DVD disk því satt að segja á ég ekki efni á því að sjá dellu minni fyrir myndum með þessu verðlagi.
Það sem hindrar fólki almennt í að kaupa sér DVD mynddiska á netinu er það fólk er ekki alltaf með credit kort við hendina. Það er mjög auðveldar lausnir á þessu vandamáli; A) fáið einhvern kunningja eða ættingja til að panta fyrir ykkur og borgið þeim B) flestar vefverslanir taka við peningum þá annað hvort í tékka formi eða einfaldlega bara að senda peninga í pósti(ég mæli þóg ekki með því).

Í sambandi við hvað fólk er að spara með því að panta af netinu er þetta einfaldur reikningur. En hafið hugfast að það er alltaf ódýrast að panta fleiri en eina mynd í einu, þannig að ég ráðlegg þeim sem eru að gera þetta í fyrsta skiptið að panta nokkrar myndir sem ykkur langar í til að halda verðinu niðri, svo ekki sé minnst á það að þið pantið með vinum eða fjölskyldu.

Tökum eitt verðdæmi af www.play.com og athugum hvað það sparar okkur að panta þaðan í stað þess að kaupa hana heima.
Tek bara einhverja mynd úr safni mínu og The Amityville Horror varð fyrir valinu. Ég var svo vitlaus að kaupa þessa mynd hérna heima og held að þetta sé sú síðasta sem ég hef keypt í Íslandi vegna þess hvað mér brá við að sjá verðmuninn.
Á Íslandi kostar The Amityville Horror 3.290kr… á www.play.com kostar hún 7,99 pund.
Maður sér strax muninn en við skulum reikna þetta út samt sem áður. Play eru ekki með neinn sendingarkostnað í Evrópu en það hömlar ekki tollinum frá því að koma sínum skítugu höndum yfir þetta.
7,99pund = 960kr + 300kr + 700kr = 1960kr
(300kr og 700kr er eitthvað fast gjald hjá tollinum sem að ég nenni ekkert að spá í hvað er).
Þá eruð þið komin með þessa afbragðs mynd fyrir einungis 1960kr en hefðuð þurft að greiða heilar 3.290kr fyrir hana hérna heima sem sparar ykkur 1330 sem er næstum nóg fyrir annari mynd.

Tökum dæmi með Minority Report sem er ný mynd(well duh).
Ísland – 3.699kr
Play – 16,99pund
16,99pund = 2040kr + 300kr + 700kr = 3040kr
Sparið 659kr á því að versla ykkur hana af www.play.com.

ATH! www.play.com selur bæði Region 1 og Region 2 diska.

Í sambandi við aðrar vefverslanir.
Aðrar góðar vefverslanir eru;
www.amazon.co.uk – Region 2
www.amazon.com – Region 1
www.blackstar.co.uk – Region 2
Allar þessar verslanir eru með sendingargjald en eins og ég sagði fyrr þá dregur það kostnaðinn virkilega niður að panta sem mest af myndum og þá er þetta ekkert mikið mál.

Ef þið eruð að leita af ófáanlegum tittlum sem er hætt að framleiða og þar fram eftir götunum þá getiði alltaf farið á www.ebay.com og gert þar góðan díl.

Takk fyrir mig,
Azmodan.