Nú ertu að reikna með því að það sé til eitthvað sem heitir ‘andlegt’ og styður það með því að líkja við drauma. En eins og þú sagðir sjálfur þá eru draumar, rétt eins og hugsanir okkar í vöku, afsprengi heilastarfsemi. Eini munurinn er að slökkt er á rökhugsun heilans. Svo reiknaru einnig með því að við höfum stjórn á hugsunum okkar í vöku… ertu alveg viss um það? Við hverfum úr raunveruleikanum þegar vitund okkar hættir að vera til, sama hvort við erum dauð, slegin í rot eða liggjum í dái....