Einstein er hreinlega að segja að orka og efni sé sitthvor hliðin á sama pening. Efni er í raun bara eitt form af orku. Hins vegar þarf að margfalda massann með ljóshraða til að fá rétt gildi á orkunni. Ekki nóg með það heldur ljóshraðanum í örðu veldi. Ljóshraði er mjög stór tala, hvað þá ljóshraðinn í öðruveldi. Það þýðir að úr litlum massa getur fengist gífurlega mikil orka, og að það þurfi gífurlega mikla orku til að mynda lítinn massa. Orkan úr Little Boy í Hiroshima samsvaraði 20...