Það sjá nú flestir að núverandi skipting undiráhugamálanna er algjörlega út í hött. Dulspeki, geimvísindi, heimspeki, sagnfræði og tungumál… Þetta áhugamál heitir vísindi og fræði en samt er bara eitt áhugamál sem gæti flokkast undir raunvísindi. Hvað með stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði, heimsfræði, líffræði? Þetta færi allt á aðal áhugamálið /visindi og myndi þar kaffærast undir öðrum greinum frá sagnfræði og hinum. Svo er það náttúrulega það að Dulspeki á alls ekkert að vera undir...