Þessi grein skrifast hingað því lokað hefur verið fyrir trúarumræðu á /deiglan

En mig langaði að bera saman tvö vel þekkt hindurvitni í samfélaginu. Guð annars vegar, og jólasveininn. (eða sveinanna samkvæmt íslenskri trú, en við skulum halda okkur við eintöluna)
Þannig er mál með vexti að 95% Íslendinga eru skráðir í Þjóðkirkjuna og hafa þar með játað trú sína á Guð föður almáttugum, skapara himins og jarðar.
Hins vegar er minnihluti þjóðarinnar, u.þ.b. 9 ára og yngri, sem trúa því að jólasveinninn sé til.
Hvað er það sem fær fólk til að trúa á guð frekar en jólasveininn?

Flestum var okkur kennt um tvö hindurvitni í æsku, jólasveininn og guð.

Ástæða þess að flestir trúa ekki lengur á jólasveininn er að við vitum að hann er ekki til. Það er ekki hægt að afsanna tilvist hans, en við vitum að hann er ekki þarna (samt sáum við hann öll með berum augum á leikskólanum. Það getur varla verið að allir hafi verið að ljúga að okkur allan þennan tíma!)

Ein ástæðan er að við vitum hvað hann á að eiga heima og… hann er ekki þar. Norðurpóllinn, Esjan, hálendi Íslands… nada.

Önnur ástæða er sú að við vitum að það sem hann á að hafa gert, gerði hann ekki. Jújú, mikið rétt. Foreldrar okkar lugu að okkur og settu dót í skóinn.

Þriðja ástæða er að það brýtur bara í bága við almenna skynsemi. Að einn einstaklingur, í mesta lagi þrettán, skuli fara um allt landið á einni nóttu? Það tekur tíu tíma að keyra frá Reykjavík til Vopnafjarðar, án þess að stoppa í hverju húsi á leiðinni.

Flestir sjá að trú á jólasveinin er… hreint út sagt ekki skynsamleg.

En hvað með guð?
Af hverju trúir fólk á guð?

Er ástæða eitt sú að við vitum hvar hann á heima?
-Nei. Hann átti að vera á himnum, þangað til við kíktum. Þá allt í einu átti hann ekki heima á himnum heldur í “annarri vídd”. Sama á við um helvíti.

Er ástæðan sú að við vitum um hlutina sem hann framkvæmdi?
-Nei, við vitum hins vegar hvaða verk eru tileinkuð honum, rétt eins og jólasveininum, og í dag vitum við líka að lang flest þessara verka komu til af öðrum ástæðum. Nánast því allar undrasögur biblíunnar eiga sér eðlilega skýringu.

Er ástæðan sú að það sé í takt við almenna skynsemi?
-Nei. Flestir ættu að sjá að guð og hugmyndin um hann brýtur nánast því alfarið í takt við almenna skynsemi.

En getur það verið? Var verið að ljúga að okkur allan tíman?
Hvað með alla þá sem töluðu við Guð? Hvað með alla sem sáu guð?

Ég veit ekki með ykkur, en guð og jólasveinninn sitja pottþétt núna hlið við hlið, í besta feluleik sem nokkur hefur varið í, hlæjandi í kór að vitleysunni í mér.
Er ekki annars almenn skynsemi að trúa því?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig