Ég er ekki að taka hvert smáatriði og gera mál úr því, einfaldlega að velta fyrir mér því sem þú ert að segja. Dauðarefsing getur verið réttlætt með því að menn séu að bjarga tilvonandi fórnarlömbum, eins og þú segir, en þau rök eiga greinilega ekki við í dag þar sem við getum (og gerum) útilokað fólk frá samfélaginu án þess að deyða það. Síðan talar þú um einangrun, en hver segir að einangrun sé eini valmöguleikinn? Eins og ég benti á þá er ég fastur á þessari jörð, rétt eins og fangar eru...