Já, við túlkum ‘trú’ á mismunandi vegu, það er greinilegt. Mér finnst þú nota trú í óþarflega mörgum tilvikum, því eins og þú veist er vel hægt að halda einhverju fram án þess að það krefjist trúar. Ég vaknaði klukkan 11 í morgun, og ég þarf enga trú til þess að halda því fram, það er vitneskja. Ég held því fram að pýþagórasarreglan standist samkvæmt evklíðskum flatarmálsfræðum og ég þarf ekkert að trúa því, ég get sýnt fram á það með einu blaði og blýanti (og í raun er einnig hægt að leiða...