Var að glugga í bók og datt inn á þetta.

Læknir tók saman viðtöl við fullt, fullt af fólki sem hafði verið úrskurðað læknisfræðilega látið, eða verið nálægt dauða.

Engin 2 viðtöl voru eins, en í nær öllum þeirra var talað um að maður fari í einskonar “spirit-body” (í flestum lýsingum eins konar kúla) og horfir á þig deyja úr hálfs annars metra fjarlægð, og farir síðan gegnum dimm göng.
Eftir þessi 2 atriði fara að verða fleiri og fleiri breytur.

————————-

Önnur pæling.. Ætli við séum með sjálfstæðan vilja, eða gerum það sem heilinn segi okkur og við höfum ekki fullkomið vald yfir okkur?

Ef ég neita að sofa sofna ég bara á endanum.. Heilinn kippir bara í snúruna þannig séð.
Ef ég er að skera mig og missi mikið blóð líður væntanlega yfir mig, heilinn að kippa í snúruna, ekki satt?

Þannig í heildina litið höfum við bara vald yfir vissum hluta af okkar eigin heila, ekki satt?

———–

3.
Ættum við nokkuð rökfræðilega að vera til?
Þar sem ekki er hægt að gera eitthvað úr engu.
Gæti þá ekki verið að einhver, frekar en eitthvað, hafi skapað heiminn?

En þar sem eitthvað getur ekki sprottið af engu, hvað skapaði þá þennan guð, eða skapara?
Eða getur eitthvað sprottið upp af engu?



Langaði bara að deila þessum pælingum áður en ég færi að sofa.