Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Spurning,

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mjög sætar myndir, mér finnst “innilokadur” einna flottust…

Re: Hvað er á Borðinu ykkar?=)

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Fullt, fullt af skólabókum og blöðum, tölvan mín, geisladiskar, lampi og allskonar drasl. Sama hvað ég tek oft til á borðinu þá kemur draslið alltaf strax aftur… skil bara ekkert í þessu :)

Re: Hjálp í frönsku! Próf á morgunn verð að vita!

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er ekki áfangakerfi í skólanum mínum…

Re: Hugi + lærafyrirpróf = Ekki gott!!!

í Skóli fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, fjandans Myspace… Þurfti endilega að smitast af æðinu rétt áður en prófin byrjuðu! Ég kenni Tom um ef ég fell í sögu o:-)

Re: Hjálp í frönsku! Próf á morgunn verð að vita!

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ok, þá þarftu ábyggilega ekki að kunna þetta… Ég er búin að vera 1 og hálft ár í frönsku og er enn að læra þessa blessuðu þátíð :P Fórum reyndar frekar hægt í efnið í fyrra, allavega miðað við aðra skóla…

Re: Hjálp í frönsku! Próf á morgunn verð að vita!

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ef þú ætlar að segja: Ég tók, þá verður það J'ai pris. En flestar aðrar -re sagnir (rendre, répondre, descendre) fá -u endingu í þátíð (rendu, répondu, descendu). En ég veit svosem ekki hvort þú eigir að kunna þetta fyrir prófið… Hvað ertu búin að vera lengi í frönsku?

Re: Hjálp í frönsku! Próf á morgunn verð að vita!

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mundu svo að í þátíð verður það Avoir + pris, ekki prendu eins og hinar -re sagnirnar. Þ.e.a.s. ef þú átt að kunna þátíðina. Ég gleymi þessu nefnilega alltaf en mundi það samt á frönskuprófinu mínu í gær :P

Re: Hvernig lærið þið fyrir próf?

í Skóli fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég læri alltaf mest þegar ég læri á síðustu stundu… Ég tók upp bækurnar klukkan 3 í dag fyrir próf á morgun og er rétt svo hálfnuð með fyrsta kaflann (af þremur). Svo er náttúrulega frekar erfitt að ætla sér að glósa í tölvunni þegar netið er til staðar… þyrfti eiginlega að taka netið úr sambandi :P

Re: get ekki sennt inn myndir

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég nota bara paint og það fer ekkert illa með myndirnar mínar, allavega ekkert sem ég hef tekið eftir. Langauðveldast, opnar myndina í paint, ýtir á ctrl + w og minnkar prósentuna… Reyndar verður myndin oft óskýr ef þú ætlar að stækka hana aftur eftir að hafa minnkað hana.

Re: Úrslit í keppninni

í Grafísk hönnun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jæja, hlýtur að vera. Hann er allavega öðruvísi.

Re: Úrslit í keppninni

í Grafísk hönnun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég fer næstum alltaf í vetnisstrætóinn :) Er það ekki annars hann sem er með grænt þak ?

Re: Partí

í Djammið fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég segi bara að ég sé að fara í partý/bæinn. Þau spurja kannski í mesta lagi hjá hverjum partýið er, annars hafa þau ekkert talað að viti um drykkjuskap við mig þó ég held að allavega mamma viti að ég drekki… Mömmur vita allt :)

Re: smá aðstoð við rugl...

í Tungumál fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Bully?

Re: Love actually

í Rómantík fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sam: I think I'm in love. Ah, verð að fara að horfa á þessa mynd! :)

Re: Hreyfing og hreyfðar myndir

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Með því að taka myndina á lengri tíma. Til þess að geta það þarftu að stilla hraðann á vélinni á hærri tölu, en þar sem það er ekki hægt á minni vél þá get ég ekki lýst því nákvæmlega fyrir þér hvernig þú gerir það. Læt einhvern annan sjá um það :)

Re: Píanó

í Músík almennt fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Blue Sky Blues - Ryan Adams Hoppípolla - Sigur Rós Konstantine - Something Corporate Drunk Girl - Something Corporate Only Women Bleed - Tori Amos …

Re: Sólsetur

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Vá, geðveikt flott. Oggupoggulítið skökk en annars mjög fallegt :)

Re: Misheppnaður myrkvi

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Enda horfði ég ekki yfir borgina þar sem ég mátti nú ekki yfirgefa vinnuna. Þetta virkaði vel þar sem ég var stödd.

Re: Þjónustusími Sambíóanna í Álfabakka

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hehe allt í lagi, fyrst þú segir það :P

Re: Misheppnaður myrkvi

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég var að vinna og það var náttúrulega kveikt ljós fyrir utan vinnuna en annars var allt svart þegar ég fór út og leit inn í íbúðarhverfið. Langflestir búnir að slökkva útiljósin hjá sér þannig þetta virkaði ágætlega.

Re: Þjónustusími Sambíóanna í Álfabakka

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Haha, einhver með góðan húmor í þjónustsímanum. http://bio.is/ Bætt við 29. september 2006 - 16:14 þjónustusímanum*

Re: Leiðinlegt í skólanum?

í Skóli fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Já þú meinar :P

Re: Leiðinlegt í skólanum?

í Skóli fyrir 17 árum, 7 mánuðum
“Ef einhver hættir ekki að tala þegar kennarinn segir honum það yrði viðkomandi bara rekinn út.” Fannst eins og þú værir að tala um allan MR þarna, ekki bara einn bekk… Afsakið misskilinginn :)

Re: Leiðinlegt í skólanum?

í Skóli fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er nú reyndar mjög mismunandi eftir bekkjum og kennurum :)

Re: Dráttarvél

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hey ég var líka þarna í sumar, tók einmitt mynd af þessum traktor :P Flott mynd :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok