Þetta finnst mér alltaf svo heimskulega sagt “ætti að fá sér aðra vinnu ef hún þolir ekki áreitið”. Síðan hvenær var það orðinn sjálfsagður hlutur að fólk fórni einkalífinu þegar það fer á listabrautina? Frægð er nauðsynlegur fylgifiskur, því miður, en fólk má nú fá að lifa sínu lífi líka, er það ekki? Þessi kona var ekki að vinna fyrir aðdáendur Bjarkar, hún var að vinna fyrir slúðurblað sem prentar ‘fréttir’ um frægt fólk, fyrir lesendur sem er slétt sama hver Björk er eða hvað hún gerir.