Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hér lítið Python script sem ég gerði til að geta horft á klippurnar í Háhraða beint á sjónvarpinu mínu, með því að nota XBox Media Center.

Leiðbeiningar:

Náðu fyrst í þetta skjal hjá mér:
http://temsi.netwood.net/hugi_hahradi.rar

Ég geri ráð fyrir að þú kunnir að FTP'a inn á Xboxið þitt.

Ef þú hefur aldrei notað Scripts í XBMC áður, þá er kominn tími til þess, nýr heimur af efni sem opnast, eins og t.d. bíó-trailerar frá apple.com, shoutcast útvarpsstöðvar omfl. Kíktu á http://www.xbmcscripts.com/ og náðu þér í nokkur script.

Tengstu xboxinu þínu með FTP.
Farðu inn á drifið þar sem XBMC er geymt (í flestum tilvikum er slóðin F:\\Apps\XMBC, þó einhverjir noti E drifið).
Farðu þar inn í Python möppuna ef hún er til, og gakktu úr skugga um að python23.zlib sé til staðar. Ef ekki þá lestu þér til á xbmcscripts.com um hvar þú getur fundið það (eða náðu þér í aðra útgáfu af XBMC sem kemur með python í pakkanum).

Farðu svo upp í XMBC rótina og þar inn í möppuna \scripts og settu HugiHahradi.py skjalið þangað, ásamt CJ möppunni (ef CJ mappan er til þá ertu líklegast með ConsumptionJunction.py skjalið í scripts möppunni og ættir að þekkja aðeins til scripta - og þá þarftu bara að setja hlogo.gif skjalið inn í hana, sem er hugi.is logoið fyrir viðmótið).

Þetta er allt og sumt.
Startaðu XBMC, farðu inn í Scripts, veldu HugiHahradi.py skjalið og ýttu á græna hnappinn (A).
Þá áttu að fá upp lista yfir videoin á Háhraða, skipt upp í blaðsíður á sama hátt og vefsíðan.
Svo er bara að velja það sem þú vilt sjá og ýta á (A) hnappinn og þá mun videoið opnast.

Ath. Flash skjöl opnast ekki.
Ath. Ég breytti ConsumptionJunction.py skjalinu til að virka með huga, þannig að ég var ekki að hafa fyrir því að íslenska viðmótið. Þú getur gert það ef það hræðir þig ekki að opna .py skjalið með WordPad :)
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.