Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Netskák! (3 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað að taka þátt í Íslandsmótinu í netskák sem haldið var í gær 20 Nóvember 2005 á ICC og er í bikarsyrpu Eddu. Þetta var síðasta mótið í röðinni en samt sem áður tók ég þátt í því. Hafði gaman af því og lærði nokkuð. Bæði í sambandi við skákina sjálfa og einnig að nota þetta kerfi. Mér gekk ekki vel með tæknina til að byrja með þó ég vissi að ég gæti teflt. En úr 8 skákum sem ég tefldi fékk ég aðeins 0,5 vinning. Sumir myndu segja að það væri ekki góður árangur en mér fannst hann góður...

Skák! (4 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég skrifaði þessa grein hér sem er hér fyrir neðan, en henni var hafnað vegna þess að Wanganna hefur hækkað standardinn á greinunum, ekki veit ég hver þessi standard er. Einnig út af öllum þeim afleikjum sem í henni eru. En mig langar að sýna ykkur þessa grein og læt hana vaða í þeirri von að þið sem skoðið þessa skák getið eitthvað af henni lært. Ég fékk mér 6 mánaða aðgang að ICC kerfinu. Síðan hef ég tekið nokkrar stuttar skákir til að læra á þetta. Ég er t.d. búinn að læra að tala við...

Helgarskákmótin! (0 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jóhann Þórir Jónsson var upphafsmaður að svokölluðum: helgarskákmótum sem hófust árið 1980 og þau voru haldin víða um landið. Á mörgum smærri stöðum þótti þetta mikill viðburður í augum skákáhugamanna viðkomandi staða og fá góða skákmenn í heimsókn. Jafnvel stórmeistarar gátu átt það til að koma á þessi mót svo þeir sem voru bara áhugamenn gátu jafnvel lent í þeirri stöðu að tefla við stórmeistara, ekkert slor það. Mér vitanlega hafa þessi helgarskákmót legið niðri því ég hef ekki heyrt um...

Ástarljóð! (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég geng eftir stígnum sem er umvafinn ilmandi gróðri og leita að ástinni sem ég þrái að eignast. Á göngu minni heyri ég niðinn frá læknum og fuglana syngja í trjánum. Á bekknum situr ástfangið par. Kyssist. Lætur vel hvort að öðru. Ég á stutt eftir að enda stígsins ennþá finn ég enga ást. Kannski er hún ekki til?

Kann ekki! (3 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég kann ekki bridge en mig langar til þess. Hvar nálgast ég upplýsingar um bridge?

Upphafsleikur! (2 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Margir þeir sem hafa hvítt byrja alltaf á að leika e4 eða d4, sjaldgæfara er að sjá leik eins og c4 eða Rf3 þegar ég horfi á aðra tefla. Eina byrjun á skák sá ég sem byrjaði svona c4 - e5 og svo Rc3 en ég hef ekki séð það nema einu sinni. Svo mig langar að forvitnast hvort þið byrjið svona þegar þið eruð með hvítt eða hvort þið leikið öðrum leikjum?

Hvort er betra? (2 álit)

í Windows fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ef ég fæ mér nýja tölvu hvort er þá betra að fá windows pro eða home? Hver er munurinn á þeim?

Tökum á þessu! (6 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að pelabörnin sem eru ennþá á bleyjustiginu koma hingað inn til að kalla okkur skákunnendur nörda. Ég tel að það sé kominn tími til að það sé gert gangstör í þessu máli og það hið fyrsta. Ég tel ekki nóg að gefa viðvörun, það á bara að henda þeim notendum sem koma ýtrekað hingað inn og kasta sínum skít yfir okkur með orðbragði sem ekki á heima hér út eða á svartann lista. Ég sé að einn ákveðinn notandi hefur komið og kastað skít, fengið viðvörun en heldur áfram að...

Teflt á SMS! (28 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mörgum okkar finnst tæknin góð, mér finnst hún góð. Nú get ég farið inn á netið og teflt við hina og þessa. Það er gaman að tefla við nýja skákmenn hvort sem það eru nýliðar eða ekki. Ég hef teflt mikið á www.yahoo.com því þar er hægt að tefla frítt. En nú er ég kominn í sex mánaða áskrift að ICC kerfinu, þó kann ég ekki mikið en það er búið að bjóða mér á skákmót 19 nóvember næst komandi. En ég veit ekki hvort ég ætla á það mót. Mig langar til að kynnast þessu frekar og læra meira á þetta....

Þjóðlagagítar! (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mig vantar svo þjóðlagagítar. Hann má vera notaður en vil samt að hann sé vel með farinn. Skiptir engu þótt vanti strengi í hann. Verðhugmynd 7.000

Á einhver? (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Á einhver myndina Fargo á DVD? Mig vantar hana svo í safnið mitt!

Smávegis um skák! (1 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég las það á einhverjum korkinum að Tinnakristin væri aðeins að tefla á ICC, það væri gaman ef hún gæti sagt mér og öðrum frá þessu og hvernig þetta virkar. Ég er búinn að skrá mig inn á ICC en ég hef ekki komist nær en að vera boðinn í móti sem er 19 nóv n.k. Það væri einnig gaman að vita hvernig maður kemst inn á íslensk mót á þessu kerfi og hvernig maður getur teflt við Íslenska skákmenn. Vona að Tinnakristin svari kalli mínu.

Takk fyrir mig! (5 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Umræðan hér á þessu áhugamáli hefur verið undanfarið hvort eigi að hafa tvo stjórnendur á skákáhugamálinu eða ekki. Það eru misjafnar skoðanir á því hér. Ég er búinn að segja mína skoðun á þessu og ætla mér ekki að endurtaka það hér. Mig langar að vitna í orð Wanganna: næstum allt efni sem kemur inn núna er frá tiger13, stefanbh, eða mér og því ef annar hvor ykkar verður stjórnandi hér þá munu allar greinar og allt vera bara sjálfsamþykktar greinar. Jú vissulega er þetta góður punktur hjá...

Kóngur fær sér göngutúr! (14 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég var að skoða nokkrar skákir í dag. Mér fannst ein skákin það skemmtileg að ég mátti til með að deila henni með ykkur. Skákin er frá árinu 1921 og var tefld í London. Hvítt hefur: Ed. Lasker og svart hefur: G. Thomas og vörnin heitir: Hollensk vörn. 1. d4-f5 2. Rf3-e6 3. Rc3-Rf6 4. Bg5-Be7 5. Bxf6-Bxf6 6. e4-fxe4 7. Rxe4-b6 8. Bd3-Bb7 9. Re5-0-0 10. Dh5-De7 11. Dxh7+-Kxh7 12. Rxf6+-Kh6 13. Reg4+-Kg5 14. h4+-Kf4 15. g3+Kf3 16. Be2+-Kg2 17. Hh2+-kg1 18. 0-0-0 mát Það var ótrúlegt að sjá...

Smá hugmynd - hvað finnst ykkur? (3 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Á hverju sumri eru haldnir dagar sem eru nefndir ýmsum nöfnum hér og þar um landið. Þarna er ýmislegt í boði og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég fór á nokkra svona daga hér og þar um landið. Hvergi var boðið upp á fjöltefli t.d. úti í góða veðrinu. Þetta er eitt af því sem mér finnst vanta í þessa daga. Fjöltefli við góða skákmenn sem við eigum, kannski efnilega skákmenn já og góða skákmenn almennt. Ég er alveg viss um að svona myndi plumma sig. Svo mig langar að fá ykkar...

Fallinn! (3 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Stundum gerist það þegar ég er að tefla að ég er á góðri siglingu með að vinna skákina, hef yfirburði á andstæðing minn, menn mínir hreyfanlegir og búinn að koma kóngnum í skjól þegar ég fell á tíma. Ég verð að viðurkenna að svona atvik geta farið í skapið á mér í nokkrar mínútur á eftir þegar ég geri mér grein fyrir málsatvikum. Nýlega lenti ég í þessu þegar ég tefldi skák á www.yahoo.com og langar mig að sýna ykkur hana. 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Rc3-Rc6 4. d3-d6 Hérna er staðan eins hjá...

Skákhugleiðingar! (12 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég kíki oft á netið og kíki á skákfréttir og öllu því sem gengist skákinni. Ég er mjög ánægður með að sjá að skákfélög eru farinn að hafa heimasíður og kynna sig og sitt starf. Reyndar mættu fleiri skákfélög gera slíkt hið sama. Eins og gefur að skilja eru síðurnar nokkrar og sumar góðar og aðrar slakar. Þó finnst mér eitt og annað vanta á þessar viðkomandi síður. Til dæmis finnst mér vanta að geta skoðað skákir sem hafa verið tefldar á mótum á vegum viðkomandi skákfélags, þá á ég við ef...

Vantar 3 ja umsjónarmann þessa áhugamáls? (2 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Nú er könnun í gangi um það hvort vanti 3 ja umsjónarmann þessa áhugamáls. Ég veit að það eru skiptar skoðanir á þessu en ég ætla að láta mínar skoðanir flakka hér. Wanganna hefur staðið sig með sóma í starfi sínu sem umsjónarmaður skákhlutans og ekkert undan því að kvarta. Ég hef ekki fylgst með verkum Abigel og því get ég ekkert sagt um verk þessa umsjónarmanns sem mér skilst að sjái um Bridge hlutann. Þó Wanganna hafi sinnt þessu áhugamáli eins vel og hægt er tel ég samt sem áður að það...

Vangaveltur! (3 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki í neinu skákfélagi og þar sem ég bý er ekkert svoleiðis félag til. Er hægt að ganga í skákfélag annars staðar og stija við sama borð og aðrir meðlimir?

ICC (2 álit)

í Skák og bridds fyrir 19 árum
Ég var að prufa ICC skákforritið nýlega, ég skyldi það frekar lítið. Getur einhver frætt mig um þetta eða bennt mér á fræðslu með Íslenskum texta um þetta ICC skákforrit! Það litla sem ég fattaði leyst mér vel á.

Skákverslun Hróksins! (0 álit)

í Skák og bridds fyrir 19 árum
Getur einhver sagt mér hvort netverslun Hróksins hafi verið lögð niður? Ég ætlaði að fjárfesta í nýjum taflmönnum og borði ásamt klukku, en þegar ég ýti á netverslun kemur bara rugl upp.

Skák! (4 álit)

í Skák og bridds fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sum okkar hafa tekið sér gott frí frá skákinni í sumar. Aðrir hafa setið að tafli, stúderað stöður og byrjanir, aðrir hafa telft og keppt á mótum. Það er þó ánægjulegt að skákin er farin að fá aftur meiri umfjöllun í blöðum eins og til dæmis morgunblaðinu. Ég var farinn að sakna þess á tímabili að sjá greinar um skák. Það er alltaf gaman að stúdera nýjar skákir eftir nýja skáksnillinga sem við erum að eignast um þessar mundir. Þannig að eftir nokkur ár er ég viss um það að við eigum eftir að...

Golfkennarar! (10 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég ætla að reyna að vera duglegur að æfa golf og komast í golfkennslu. Helst hjá kennara sem kennir í básum. Getur einhver gefið mér upp nafn á góðum kennara sem getur skilað mér góðum árangri í golfi á næsta ári?

Skákmót! (4 álit)

í Skák og bridds fyrir 19 árum, 1 mánuði
Veit einhver um skákmót sem verða fyrir áramótin. Það væri gott að fá mótaskrá hér á þetta yndislega áhugamál.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok