Ég ákvað að taka þátt í Íslandsmótinu í netskák sem haldið var í gær 20 Nóvember 2005 á ICC og er í bikarsyrpu Eddu. Þetta var síðasta mótið í röðinni en samt sem áður tók ég þátt í því. Hafði gaman af því og lærði nokkuð. Bæði í sambandi við skákina sjálfa og einnig að nota þetta kerfi. Mér gekk ekki vel með tæknina til að byrja með þó ég vissi að ég gæti teflt. En úr 8 skákum sem ég tefldi fékk ég aðeins 0,5 vinning. Sumir myndu segja að það væri ekki góður árangur en mér fannst hann góður því ég lærði meira á ICC og er farinn að nýta mér það. Nú ég vona svo sannarlega að fleiri svona skákmót verði á döfinni næstu misseri því mér fannst þetta mjög gaman. Í lokin vil ég þakka tinnukristin fyrir að hafa sagt mér frá þessu ICC.