Sum okkar hafa tekið sér gott frí frá skákinni í sumar. Aðrir hafa setið að tafli, stúderað stöður og byrjanir, aðrir hafa telft og keppt á mótum. Það er þó ánægjulegt að skákin er farin að fá aftur meiri umfjöllun í blöðum eins og til dæmis morgunblaðinu. Ég var farinn að sakna þess á tímabili að sjá greinar um skák. Það er alltaf gaman að stúdera nýjar skákir eftir nýja skáksnillinga sem við erum að eignast um þessar mundir. Þannig að eftir nokkur ár er ég viss um það að við eigum eftir að sjá nokkra góða skákmenn frá litla Íslandi keppa í stórmótum og vegna vel. Því finnst mér framtíðin í skákinni björt.

Ég tók mér frí frá skákinni í sumar og stundaði mitt golf af kappi þó árangurinn hafi ekki verið eins og ég sáði í upphafi tímabilsins. En núna er ég byrjaður aftur að tefla og hef haft gaman af því. Ég held mig mest við www.yahoo.com og www.instantchess.com því ég þekki þar vel til en annars staðar þekki ég ekki nógu vel til.

Þar sem ég var að tefla í dag datt mér í hug að deila með ykkur skák á www.yahoo.com sem ég telfdi. Ég var með svart í þessari skák. Hafa verður í huga að þessi skák er sú fyrsta sem andstæðingur minn keppir í. Umhugsunartími var 10 mínútur á mann.

1. c2-c4 e7-e5
2. f2-f3 b8-c6
3. d2-d3 d7-d6
4. g2-g3 f8-e7
5. g1-h3 f7-f5
6. h3-f2 g8-f6
7. c1-e3 f5-f4
8. g3xf4 e5xf4
9. e3xf4 c6-d4
10. b1-c3 c8-e6
11. e2-e3 d4-f5
12. e3-e4 f5-e3
13. f4xe3 o-o
14. a2-a3 c7-c5
15. e3-g5 f6-d7
16. g5-e3 e7-h4
17. c3-b5 f8xf3
18. e3-d2 h4xf2+
19. e1-e2 e6-g4

Hvítur féll á tíma en ég átti eftir sjö mínútur og 45 sekúndur af umhugsunartíma mínum.

Ég hef sett inn nokkrar greinar hérna á huga og ég hef haft gaman af því að skrifa þær. Ég skrifa þær byrjanir sem ég þekki eftir mínu minni en það getur vel verið að ég muni þetta ekki alveg 100% rétt. Enda er stutt síðan ég hóf skákiðkun aftur og heilinn riðgaður.

Nú að lokum vil ég þakka öllum þem sem hafa lesið eftir mig greinar hérna á huga.is og gefið mér góð komment á skrif mín. Mörg þeirra hafa komið sér vel fyrir mig og ég vona að þessi grein fái að njóta þess sama.