Margir þeir sem hafa hvítt byrja alltaf á að leika e4 eða d4, sjaldgæfara er að sjá leik eins og c4 eða Rf3 þegar ég horfi á aðra tefla. Eina byrjun á skák sá ég sem byrjaði svona c4 - e5 og svo Rc3 en ég hef ekki séð það nema einu sinni. Svo mig langar að forvitnast hvort þið byrjið svona þegar þið eruð með hvítt eða hvort þið leikið öðrum leikjum?