Ég skrifaði þessa grein hér sem er hér fyrir neðan, en henni var hafnað vegna þess að Wanganna hefur hækkað standardinn á greinunum, ekki veit ég hver þessi standard er. Einnig út af öllum þeim afleikjum sem í henni eru. En mig langar að sýna ykkur þessa grein og læt hana vaða í þeirri von að þið sem skoðið þessa skák getið eitthvað af henni lært.

Ég fékk mér 6 mánaða aðgang að ICC kerfinu. Síðan hef ég tekið nokkrar stuttar skákir til að læra á þetta. Ég er t.d. búinn að læra að tala við viðkomandi skákmann meðan á skákinni stendur. Kann líka að velja tímamörk en það lærði ég reyndar fyrst. Ég kann ekki að koma mér inn á skákmót en hef ákveðið að reyna að komast á síðasta eddu mótið sem er á ICC og hefst 20 nóvember klukkan 19:55 að mig minnir. Ég ákvað að taka eina skák og bauð 30 mínútur og fékk einn frá Bandaríkjunum til að tefla við mig. En hann nefnir sig Scatman ef einhver rekst á hann sem þetta les. Ég fékk að hafa hvítt en Scatman var með svart. Þannig tefldist skákin:

1. d4-e5
2. dxe5-Rc6
3. Rf3-De7
4. Bf4-Db4+
5. Rbd2-Dxf4
6. g3-Db4
7. b3-f6
8. exf6-Rxf6
9. a3-Db6
10. Bg2-d6
11. 0-0-Bg4
12. Rc4-Dc5
13. Re3-Bxf3
14. Bxf3-0-0-0
15. b4-De5
16. b5-Re7
17. Rc4-Dxb5
18. Hb1-Dxc4
19. Bxb7+-Kd7
20. Hb4-De6
21. Dd3-d5
22. Hfb1-Rf5
23. Db5+c6
24. Bxc6+-Dxc6
25. Dxc6+-Kxc6
26. c4-Bxb4
27. Cxd5+-Rxd5
28. axb4-Rc3
29. b5+Rxb5
30. Hc1+-Kb6
31. e4-Rd4
32. e5-Re2+
33. Kf1-Rxcl

Hér gaf ég skákina því staða mín var vonlaus og svartur átti tvo riddara og tvo hróka og átti að mínu mati stutt eftir að gagna frá skákinni. Ég tel að það hafi verið tveir leikir sem hafi gert vonir mínar að engu. En það eru leikirnir 24.Bxc6+ og c4. Það var mjög svekkjandi að tapa þessari skák þar sem ég tefldi vel framan af og svo finnst mér vont að tapa fyrir Bandaríkjamanni.

Í lokin langar mig að spyrja ykkur sem skoðið þessa skák hvað ykkur finnst um hana og hvar ég gerði mistökin. Eru þið til dæmis sammála mér um að afleikirnir séu Bxc6+ og ce? Það væri gaman að fá ykkar álit.