Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ssd
ssd Notandi síðan fyrir 20 árum, 10 mánuðum 6 stig

Re: Þarf maður að vera TÍK í nútímasamfélagi ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
shelob, Mín reynsla af eldra fólki er þúsund sinnum betri en af krökkum og gelgjum (kk. og kvk.). Hér fyrir norðan heilsar gamalt fólk manni og býður góðan daginn. Það er ekki að drífa sig neitt og kann almenna mannasiði. En unglingarnir troða sér fram fyrir þar sem þeir geta og virðast hreinlega ekki kunna þá siði sem flestum þykja sjálfsagðir. Ég er að alhæfa, ég veit, en það tæki langan tíma að skrifa/lesa allar undantekningarnar!

Re: Hvað finnst ykkur vera rómantík?

í Rómantík fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Góður brandari.

Re: Hvað finnst ykkur vera rómantík?

í Rómantík fyrir 20 árum, 3 mánuðum
16 ára og ert BARA búin að vera með þremur strákum? Er ég sá eini hérna sem finnst það mikið? Svo ættirðu að venja þig á að skrifa „við mig“ í stað „vimmig“, „sæi“ í stað „sæji“ og „eitthvað“ í stað „ekkað“.

Re: Mismunandi áhugamál fólks

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
„Hlúið að nördinum í ykkur, hann mun koma ykkur áfram.“ Er ekki nördinn inn í manni ekki bara áhuginn, áhuginn sem maður hefur á hinu og þessu? Sá sem spilar borðtennis alla daga er borðtennisnörd, bílatöffarinn er bílanörd, gaurinn sem kann á Assembly og C++ er tölvunörd, litla stelpan sem veit allt um Harry Potter er Harry Potter nörd o.s.frv. o.s.frv.

Re: Mismunandi áhugamál fólks

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
„Íþróttanörd“ heyrir/les maður sjaldan, en „íþróttafrík“ er nokkuð algengt, a.m.k. hér fyrir norðan.

Re: ten years after

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Til þess að vera eilítið nákvæmari þá voru Bob Marley, Peter Tosh og Bunny Wailer aðalmennirnir í hljómsveitinni The Wailers. Ásamt þeim voru bræðurnir Aston (rafbassi) og Carlton Barrett (trommur) og svo e-r á orgel ef ég man rétt. Hinar svokölluðu I-Threes bættust í hópinn þegar P. Tosh og B. Wailer hættu. Þá breyttist hljómsveitin í Bob Marley and The Wailers. Marley, Barrett bræðurnir, I-Threes, einhverjir á gítar og slagverk auk þess sem að blásarar spiluðu oft með á tónleikum eins og...

Re: Saruman og Return of the King

í Tolkien fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Alveg rétt hjá þér Dóri, en mér finnst þó Peter Jackson hafa gert of mikið úr þessu, þ.e.a.s. haft atriðin of mörg og of löng (þau voru að vísu ekkert svo mörg, en samt of mörg að mínu mati).

Re: Saruman og Return of the King

í Tolkien fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Svandís, Ég man ekki betur en að það hafi varla verið minnst á Arwen í The Two Towers og hún var aðeins í seinni hluta Return of the King. Svo má ekki gleyma að henni var bætt inn í ákv. atriði í Fellowship þar sem hún átti bara alls ekki að vera. Ég las einhversstaðar að Tolkien hafi skrifað um ást Aragorn og Arwen í annarri bók, en það hafi hins vegar ekki skipt miklu fyrir sjálfa Hringadróttinssöguna. En það er að vísu bara mín skoðun. Þú, Peter Jackson og fleiri getið auðvitað haft ykkar...

Re: Saruman og Return of the King

í Tolkien fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þeir hefðu getað bætt inn svo mörgu mikilvægu og skemmtilegu (sem er í bókunum), ef þeir hefðu t.d. sleppt: 1. Þessu rosalega ástarævintýri á milli Aragorn og Arwen. 2. Warg bardaganum þegar Aragorn dettur niður í ána. 3. För Faramir, Frodo og félaga til Osgiliath.

Re: Mác format og Macworld

í Apple fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér fannst MacAddict best. En ég veit ekkert um það núna, enda skoðaði ég það síðast fyrir rúmlega ári síðan.

Re: Blúsband

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég var að spá hvort þú vildir ekki spila DJASS? Hins vegar ekki með mér (bý út á landi). Ég var eiginlega bara að forvitnast fyrir þá sem lestu þetta og kynnu að hafa áhuga.

Re: Hugi.is - Illa settur

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Damphir, Þú átt hrós skilið fyrir þessa vel skrifuðu grein. Hugmyndirnar heldur ekki af verra taginu. Já, það væri gott að flokka greinar eins og þú nefnir, en ekki endilega að hafa sér kubb fyrir hvern flokk. Þess í stað ætti viðeigandi flokkur (pistill, ritgerð, leiðbeiningar o.s.frv.) að standa fyrir ofan titill greinarinnar við hliðina á dagsetningunni. Höfundar myndu þá velja flokk fyrir greinina sína rétt áður en hún væri send inn, og í stillingum hvers of eins notanda væri þá hægt að...

Re: Blúsband

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Bara blús?

Re: Til Kúbuaðdáenda

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í fyrsta lagi, lærðu að skrifa rétt. Villur á borð við „greyonum“ og „sona“ eru óbærilegar! Nei, kannski ekki alveg, en þær sæma ekki kóngum :D En talandi um Kúbu, þá skal ég segja þér að ástæðan sem þú nefnir hér á ekki eftir að endast lengi í rökræðum. Á að kenna viðskiptabanninu um allt saman? Kynntu þér mál Kúbu áður en þú tjáir slíka vitleysu, hérna eða annarsstaðar.

Re: Ten years after

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nickið þitt er „barrett“. Þú spilar á rafbassa. Aston Barrett úr hljómsveit Bob Marley spilaði/spilar líka á rafbassa. Tilviljun?

Re: Til Kúbuaðdáenda

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nuffi… heimildir? Vel á minnst, má ég kalla þig Nuffa?

Re: barokk

í Klassík fyrir 20 árum, 3 mánuðum
image, Ef þú leitar að „baroque“ á Google.com kemstu inn á ótal margar síður um barokk tónlist, tónskáld, og jafnvel með tóndæmum. En ef þú ert að leita að geisladiskum ferðu bara í Skífuna (eins og Kreoli benti á). Svo held ég að í 12 Tónum sé ágætt úrval á góðu verði. Amma þín, vinir eða vandamenn hljóta líka að eiga e-a diska. Hefurðu tékkað í Kolaportinu? ;) En af tónskáldum mæli ég sérstaklega með Bach - tónverk hans eru snilld. Mér finnst Händel og Telemann ekkert spes gaurar en þú...

Re: nothing else matters..

í Klassík fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Af hverju spyrðu ekki bara gítarkennarann þinn?

Re: Kolbrún, er þetta hægt kona?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
wasted, Ætli það sé e-r vond persónuleg reynsla af boxiðkun sem veldur þessari snargeðveiki í konunni? Hehehe, það er ekki ólíklegt. En hún fékk hlutfallslega flestar útstrikanir í síðustu kosningum, og það kom mér ekki á óvart.

Re: Kolbrún, er þetta hægt kona?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það ætti að henda konunnni af þingi, úr VG og breyta Vinstrihreyfingunni - Grænu framboði í bara Vinstrihreyfinguna. Ekkert umhversverndarrugl, enda er þessi VG umhversverndarmálsflutningur frekar öfgafullur finnst mér. „Það er verið að eyðileggja ómetanlega, einstaka og svo undurfallega náttúru…“ segir þetta fólk. Það er nú hægt að deila um hvað sé ómetanlegt og undurfallegt. Sjálfum finnst mér Kárahnjúkasvæðið ekkert fallegra eða ljótara en önnur svæði á Íslandi. Fegurð og ómetanleiki...

Re: Stytting framhaldskólanáms.. nei takk!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
skuggi, „… frekar að auka val nemenda til þess að fara sínar eigin leiðir.“ Hjartanlega sammála. Það væri auðveldara að auka val nemenda í framhaldssk. ef að 1. bekkurinn væri kláraður í grunnsk. (eins og hef ég fjallað um áður). Þá væri hægt að dreifa 2.-4. bekk á öll fjögur árin (ath., g.r.f. óbreyttum árafjölda) og þannig væri hægt að nota meiri tíma fyrir valfög o.fl., sem hefði m.a. þær afleiðingar að námið yrði eflaust skemmtilegra þar sem að nemendur fengju að velja meira en minna. En...

Re: Afrískir þrælar og Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
skuggi, Þetta var hluti af ræðu.

Re: Afrískir þrælar og Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
skuggi, Lestu korkinn minn aðeins betur. „Þetta sagði George W. Bush í ræðu (sem hann var þó ekki með á blaði)…“ Þetta komment hans um þrælana samdi hann á staðnum.

Re: Hver setti af stað undirskriftarlista um LHÍ

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
wwjd, Hvaða alþingismenn verða á þessum fundi með þér?

Re: Stytting framhaldskólanáms.. nei takk!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
skuggi, Bandarískt kerfi? Ég veit ekki betur en að námsmenn í Asíu, Mið- og S-Ameríku og Evrópu útskrifist 18 ára. En þetta er alveg rétt hjá þér; það er ekkert sem bannar manni að klára framhaldssk. á 3 árum, ef maður vill og getur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok