ÉG var að uppgvöta fyrir stuttu hljómsveit sem heitir Ten years after (þið vitið öruglega hvaða hljómsveit það er). Eftir að ég var búinn að heira nokkur lög keypti ég mér fyrsta diskin þeirra (held alla vegana að það hafi verið fyrsti diskurinn). Diskurinn kom mjög á óvart og innihélt mun meiri jazz og blús en á þeim lögum sem ég var búinn að heira en samt var dáldið af þessum brjáluðu gítarsólóum sem má heira í laginu i´m going home (sem er reindar ekki á disknum sem ég keypti).

Það er mjög lang síðan ég uppgvötaði jafn góða hljómsveit og ég mæli með því að allir kinni sér þessa hljómsveit betur.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Chick Churchill á orgel, Alvin Lee á gítar (einn sá besti sem ég hef heirt í), Ric Lee á trommur, Leo Lyons á bassa. Ég held að þetta sé rétt hjá mér.