Hugi.is - Illa settur

Ég ættlaði hér að skrifa niður nokkra punkta um það sem mér finnst fara á mis. Svo auðvita ættla ég að reyna gefa lausn á öllu þessu með vonandi bjartsýnum athugasemdum frá ykkur :]

I. SKILGREININGAR: Hugi hefur enga uppskrifaða stefnu sem segir til um tilgang eða útskýrir hvað í andskotanum hann er.

Já, það er eitthvað sem heitir <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type =umhugi“>”Um Huga“</a> og <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type =skilmalar“>”Skilmálar“</a> en þetta er afar stutt og óhnitmiðað.

II. FAQ: <a href=”http://www.hugi.is/forsida/hjalp.php“>Hjálp</a>
Þetta fyrirbæri sem þeir hafa að bjóða uppá er mjög asnlega byggt upp, lítið að finna og algengasta spurningin sem ég heyri ”Hvernig breyti ég um notendanafn?“ er ekki svarað. Það þarf að senda póst til kerfisstjórnenda til að fá því svarað sem þarna er. Að mínu mati ætti spurningunni síðan að vera svarað í sjálfu ”Hjálparboxinu“ svo að spurninguni sé ekki svarað aftur og aftur í pósti ( til hvers er FAQ annars ? ). Síðan mætti bjóða uppá uppfletti möguleika.

III. SKIPULAG: Greinar, fréttir, tuð, væl, ”það sem mér finnst“
Þetta er ALLT þarna undir sömu tveim yfirskriftunum GREINAR og KORKAR. Hvaða tilgang þjóna korkar annars ( sný mér að hluta I. ) ? Það vantar alla skilgreiningu, þetta virðist vera einhver rusla haugur fyrir lélegar, illa skrifaðar greinar og eitthvað sem er alltof stutt eða tilgangslaust til að vera grein. Hvað um greinar ? Hvaða tilgangi þjónar þetta ? Þetta gæti verið frétt, þetta gætu verið skoðanir dúdda suður í bæ, leiðbeiningar, hugmyndir og svo mætti lengi telja.

IV. AÐGENGI: Það fyrsta sem ég vil sjá á síðuni er nýtt efni og tilkynningar ( ég er dáldið að miða við <a href=”http://www.slashdot.org“>SLASHDOT</a> ).

Til hvers að hafa tilkynningar þegar þær eru neðst niðri á botninum á síðuni ( plús þær eru illa notaðar, ekki sá ég neina tilkynningu um breytingar á vefnum þann 15. Janúar, ég sá bara einhverja Apache upplýsingar og svo þegar ég komst loks inn var búið að breyta öllu útlitinu ). Svo vildi ég sjá nýtt efni ofarlega og ég held að það sé algjör óþarfi að hafa þetta allt í tvöföldulagi þarna af tenglum. Ég vildi líka sjá sum af þessum boxum þarna einsog VIT og einhver statistic upplýsingar einhverstaðar annarstaðar. Svo finnst mér að ég ætti að geta stjórnað meira því sem er í kringum mig þegar ég er innskráður ( einsog á slashdot.org :). Ég ætti að geta blokkað allar greinar til dæmis af Tísku áhugamálinu sem ég fyrirlít afar mikið, ég vil ekki sjá þetta, svo hversvegna ætti ég ekki að geta losað mig við þetta ?

V. SKRIF: Já ég skrifa grein, afar flott og ég er búinn að vanda mig mikið, svo tek ég eftir því að það eru smá villur rétt eftir að ég er búinn að pósta, maður hefði haldið að maður ætti að geta leiðrétt eigið ritverk ( svipað til phpBB forumana ). En NEI! Auðvita er ekki séns í helvíti, það er þægilegra gluggaviðmót við að skrifa helvítis korkana í guðana bænum! Segjum svo að ég væri að skrifa tutorial og allir eru að skammast yfir sömu mistökunum sem ég hefði geta leiðrétt fyrir löngu.

VI. STIGAKERFIÐ: Ég var lengi vel á móti einhverju stigakerfi, en ég held að það sé hægt að nota það á vitsmunalegri máta. Stigakerfið sem er í notkun núna verður til þess að gróðugt fólk fer að skrifa í tonnatali endalausar bábiljur.

<hr>

Lausnir:

I. SKILGREININGAR: Hugi.is þarf að setja sér markmið og útlista fyrir hverjum og einum nákvæmlega hver tilgangurinn er með hverju og einu. Því meira sem fólk er upplýst því minna fer úrskeiðis og fólk getur ekki verið að afsaka sig fyrir eitthvert rugl.

II. FAQ: Ég svaraði þessu nokkurn veginn að ofan, en í hnotskurn þarf þetta að vera aðgengi legra og umfangsmeira. Sumir virkilega geta hjálpað sjálfum sér.

III. SKIPULAG: Öll skrif ættu að vera flokkuð niður í Fréttir, Pistlar, Lesendabréf, Leiðbeiningar ( kennsla ), Ritgerð. Fréttir væru 100-300 orða ”greinar“ með myndum og frekar upplýsingum ( og heimildum ). Pistill er skrifleg tilkynning, hugsanlega gæti verið frétt lýka en þó gott að aðgreina þetta. Lesendabréf er þar sem hver og einn getur sagt sýna skoðun ( innan eðlilegra marka auðvita :) og lýst óánægju eða ánægju með eitthvað, meira svona tilfinningalega túlkaðir textar. Leiðbeiningar eru náttúrulega bara skriflega hjálpargögn handa hverjum þeim sem vill lesa. Ritgerðir er bara flokkur fyrir stóran og umfangsmikinn fræðitexta. Þetta er svona nokkurn veginn það sem ég held að myndi henta. Svo auðvita korkarnir undir allt gamla ruslið :)

IV. Ef satt skal seigja ættu hönnuðurnir að brjóta sig úr þessari kubba skel og gera eitthvað skemmtilegt.

V. Stutt og lag gott, EDIT TAKKI, stærra texta box og auðveldun á gerð greinaskila o.s.frv. ( vantar svona online editor sem myndi líkjast notepad/kedit eða svipuðum ritli þar sem hægt er að breyta textanum, breiðletra, skáletra o.s.frv. ).

VI. Stiga kerfið ætti að vera kvetjandi. Bæði +stig og -stig, notandi fengi -1 stig fyrir meiðyrði og vonda hegðun. -100 stig myndu leiða til mánaðar banns og endurtekningar myndu margfalda bannið. Fyrir hver skrif væri hægt að fá -1 til 10 stig eftir því hvernig fólk sem les hana myndi dæma hana ( svipað kerfi og á <a href=”http://www.bash.org">BASH.ORG</a> ) bara einfaldur + og - takki eftir því hvað þér finnst. Gæti maður þá fengið bann fyrir lélegt skrif ? Já, tvímælalaust, en auðvita getur hann farið á síðuna og notað hana en hinsvegar getur hann ekki tekið þátt í umræðum og sent inn efni. Mér persónulega finnst þetta afar sanngjarnt og sniðugt kerfi ( auðvita :). Með þessu sama kerfi væri þá hægt að fylgjast með góðum greinum og jafnvel flokka burt þær VERSTU. Eftir að hafa verið bannaður í mánuð byrjaru með -50 stig en ekki 0 stig, svo þarftu að vinna þig upp.

Ég var líka að spá aðeins í sérstakt kerfi fyrir stjórnendur, þar sem hægt værið að draga af þeim karmha ( svipað og á slashdot en og aftur ) þegar þeir gera eitthvað af sér þá mættirðu lýsa óánægð með hann með því að draga af honum karmha ( notendur með eitthvað áhveðið mörg stig ættu að geta þetta, kannski 1000 stig ). Ef hann er með afar lélegt karmha þá fengi kerfisstjórinn boð og hann myndi annað hvort skipta honum út eða vara hann við ( náttúrulega tryggja að þetta er allt á rökum reist ). Auðvita ættu þeir líka að fá verðlaun ( gott karmha ) og þeir sem eru með gott karmha gætu átt möguleika á að verða yfir fleiri áhugamálum eða eitthvað.

Þetta er bara eitthvað sem hefur verið að malla í hausnum á mér…
Með vonum undirtektir og góðar hugmyndir ( ég veit að mínar eru ekki þær bestu svo endilega skjótið ).

Kveðja, hin undirgefni Damphir.