Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það þýðir nú ekki að það sé eðlilegt að gera það sem má gera. Þegar ég var í þeim aldurshóp sem er í hvað mestri hættu á að byrja, var ég í raun ekki að hugsa um bannið við fíkniefnum og setja það fyrir neyslu, ég var að hugsa um öll myndböndin sem ég hafði séð og alla fræðslupésana um skaðsemi efnanna. Skaðsemi efnanna hélt mér frá þeim, ekki lagabókstafurinn.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ja ég hef nú ekki lýst mínu útópíu ríki þannig að þú hefur nú varla forsendur til að líkja því við eitt eða neitt. Ég skal samt sem áður lofa þér því að taka meira tillit til félagslegra þátta. Þó þykir mér undarlegt að líkja frjálshyggjuríkinu við marxíska útópíu þar sem Marx gekk út frá þeirri pælingu að fólk ynni eftir getu en fengi eftir þörfum en frjálshyggjan gengur út frá því að fólk fái eftir getu og hafi svo frelsi til að ráðstafa þeim fjármunum eins og þau vilja. Þetta er eiginlega...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er alveg réttlætanleg gagnrýni hjá þér og það er mjög mikilvægt fyrir hagfræðina sem vísindi að taka meira tillit til félagslegra þátta. Það eru margir einstaklingar sem hafa reynt að tengja félagsfræði og hagfræði sterkari böndum en þau gera með ágætum árangri sbr. Friedrich Von Hayek. Hagfræði er jú sumpart byggð á félagsfræði þar sem hún leytast við að útskýra viðskipti fólks við hvort annað í daglegu lífi. Auðvitað eru þau líkön sem hagfræðin setur upp ekki fullkominn og það er...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,Þetta kerfi tryggir að ALLIR hafa einhverja lágmarks framfærslu, hvort sem hún dugir til af öllu því sem borga þarf af þá tryggir hún það að fólk deyr ekki úr hungri. Ef því vantar meira þá eru ýmis frjáls félagasamtök sem geta eitthvað hjálpað.´´ Og hver segir að kerfi rekið af hagsmunaaðilum gæti ekki séð til þess að ALLIR hefðu einhverja lágmarksframfærslu. Ef ríkið myndi í einni svipan hætta að halda uppi velferðarkerfi og lækka skatta sem því nemur þá myndu ráðstöfunartekjur...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,Heldurðu nú í fullri alvöru að frjáls framlög geti dekkað alla þá sem þurfa á hjálp að halda? Það er vel þekkt staðreynd að fólk á aldrei nóg af peningum, það kom frétt í fréttablaðinu um daginn að þjóðarframleiðsla hafi næstum 2faldast á 30árum og kaupmáttur haldist nálægt því, en hafa frjáls framlög til hjálparstofnana nánast 2faldast á sama tíma? Án þess að hafa neinar tölur yfir það þá leyfi ég mér að efast um það.´´ Staðan er þannig í dag að fólk stólar á það að ríkið sjái um þá sem...

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,málið er að aðrir glæpir munu eflaust ekki minka það mikið. fólkið sem er að stela til að eiga fyrir neyslunni er alveg jafn peninga snautt og það var fyrir´´ Þetta er ekki rétt. Þau þau hafi kannski sömu ráðstöfunartekjur eykst kaupmáttur teknanna töluvert þ.e.a.s. þau geta keypt mun meira magn fyrir sama pening. Fíklar hafa nú samt takmarkaða þörf fyrir fíkniefni og því neyta þeir aðeins jafnstórra skammta og þeir telja sig þurfa. ,,fyrir utan það að þeir sem væru að selja dóp finna sér...

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Amfetamín og Opíum voru lögleg efni á þeim tíma sem neytendurnir sjálfir vissu ekki af skaðsemi þeirra. Þeir vissu ekki hvað þeir voru að kaupa. Fólk almennt tók inn opíum og hvernig heldurðu að það fari með þjóðfélög? Ég skal nú bara svara þessu: ekki vel. Nú vita neytendur að fíkniefni eru ekkert djók, fólk DEYR af völdum fíkniefna. Það er nógu stór ástæða fyrir því að halda megin þorra almennings frá neyslu, það er lífslöngunin sem er okkur svo eðlislæg sem heldur okkur frá þessum stór...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Klapp klapp, gott “feis” :)

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er sjaldan sem maður sér jafn ómálefnalegt svar en jæja best að reyna að svara því sem svarað verður. ,,ég sagði ekkert um það að verð muni hafa áhrif á aukna neyslu. við skulum koma einu á hreynt: “fíkniefna vandin á aldrei eftir að hverfa!” en ég tel að leifa efnin að það er alls ekki góð hugmynd. málið er bara þannig að flestir byrja á aldrinum 14-18, sem þýðir að fólkið er nú þegar orðnir að fíklum þegar kemur að þeim aldri sem þau meiga.´´ Þarna “quotarðu” mig en svarar síðan ekki...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já nákvæmlega það er morðfjár sem maður þarf að borga fyrir íbúð hérna í bænum. Vinur minn var einmitt að byrja að leigja sér íbúð sem er eitt herbergi sem þjónar sem stofa, svefnherbergi og eldhús auk þess sem er klósett. Fyrir þetta borgar hann 25.000 kall og það er nokkuð vel sloppið. Það sér það hver maður að þetta er ekki eðlilegt.

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,Fyrri ástæðan gegnur ekki því þú yrðir alltaf að hafa aldurstakmark og flestir þeir sem eru þessu eru ungir krakkar, allavegna hætti ég öllu svona áður en ég varð 18 ára. Og aldurstakmarkið yrði aldrei minna en 18 eða 20 þannig að það væri enn grundvöllur fyrir svartan markað. Eða ertu í alvöru að leggja til að þetta verði selt til þeirra sem mest nota þetta, krakka á aldrinum 14-18 ára?´´ Þetta er ekki alveg rétt. Það er rétt að hass og önnur væg efni eru mest notuð af aldurshópnum 14-18...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,Málið er að stjórnmálamenn þessa lands sem er eitt af þeim ríkustu í heiminum eiga að sjá til þess að þetta óheppna fólk sem hefur því miður lennt í því að þurfa að fá “aumingjabætur” á alveg sama rétt á að lifa og þeir sem eru ekki á bótum. Þeir eiga að geta veitt börnum sínum það sama.´´ Nú er ég ekki að segja að þig vanti ekki peninga, ég er að spyrja hvernig væri réttast að afla þeirra. Af hverju eiga stjórnmálamenn endilega að heimta meiri skatta af fólkinu í landinu til að greiða...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,Að setja einhvers konar meðaltölu á USA er nú algjört glapræði, sérstaklega þar sem þetta eru mörg mismunandi fylki sem ganga undir nafninu USA/Ameríka og hvert einasta fylki lýtur mismunandi reglum og hagvexti´´ Það er alveg rétt en þetta gefur nú samt sem áður góða mynd af þeim góðu hlutum sem frelsið er að gera fyrir BNA. ,,sem reynir með öllu illu að stinga þig í bakið með þínu eigin tryggingarskjali.´´ Hvað varstu að horfa á einhverja samsæriskenningu með hinum þekkta sögufalsara...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þú ættir nú að kvarta í R-listanum yfir háu leiguverði og háu húsnæðisverði. Þau hafa það fyrir sið að úthluta mun færri lóðum en raunveruleg þörf er á beinlínis til að hækka tekjur sínar af sölu lóða. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á okkur Reykvíkingum því það erum við sem kaupum eða leigjum húsin. Ef ég man rétt hefur leiguverð tvöfaldast í stjórnartíð R-listans. Það gefur augaleið að það er mun meiri hækkun en eðlilegt er.

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er nú ekki svo viss um það að fólk sem hefur þann möguleika opinn að nota eiturlyf setji það mikið fyrir sig hvort efnin séu lögleg eða ekki. Þess vegna er það mjög umdeilanlegt hvort afnám banns myndi hvetja fólk til að neyta efnanna. Bann við neyslu og sölu fíkniefna er ekki stærsti þröskuldurinn fyrir neyslu efnanna. Ef fræðslu yrði viðhaldið, sem ég geri fastlega ráð fyrir, myndi fólk almennt ekki vilja prófa efnin. Þau eru skaðleg og um það er ekki deilt.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já og verðlagið er hátt hérlendis vegna ríkisafskipta, sbr. íþyngjandi tollum á innflutt matvæli og óeðlilega háum virðisaukaskatti sem skekkir markaðinn og leggur gífurlegan kostnað á fyrirtæki í landinu.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Tjahh á tímabili var ég að spá í hvort það væri hægt.. en ég hef tamið mér að hafa alltaf þann möguleika opinn að ég hafi rangt fyrir mér. Eftir því sem ég ræddi þetta meira og meira við fleiri og fleiri sá ég að það gengur ekki upp :)

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
,,en ef þetta yrði löglet þá er ég nokkuð viss um að þá myndi neysla aukast´´ Það er alls ekki gefið mál að neysla myndi aukast. Fyrir það fyrsta er eftirspurn eftir fíkniefnum afar óteygin, þetta þýðir að verðbreytingar hafa mjög lítil áhrif á eftirspurt magn. Þörfin sem fíklar hafa fyrir efnin eykst ekki þó verð lækki, þeir þurfa ákveðið magn af efnum til að komast í vímu. Ef þú hafðir hugsað þér að fleiri myndu hefja neyslu vegna lægra vöruverðs verð ég að vera algjörlega ósammála þér. Ég...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er rétt hjá þér, samkvæmt Heritage Foundation í BNA er Hong Kong frjálsasta ríki heims. Vitanlega hefur því hrakað töluvert síðan kommúnistastjórn Kínverja tók við stjórn borgarinnar úr höndum Breta. Þjóðarframleiðsla á mann eru $24,891 sem er minna en á Íslandi ( $31,417) en þá verður að taka mið af því að kaupmáttur er allt öðruvísi í Hong Kong, t.a.m. er matvæla kostnaður mun lægri osfrv. Að auki er skattaumhverfi mun betra fyrir fólkið, reyndar hef þekki ég það ekki 100% þar sem það...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já það er hægt að ganga of langt í einkavæðingu, t.d. myndi ekki ganga upp að einkavæða lögregluna, dómsvald, landvarnir og löggjafarvaldið. Allt annað er ágætt.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ekki setja samansem merki milli Sjálfstæðisflokks og frjálshyggju. Þeir eru töluvert frá frjálshyggjunni þó Heimdallur sé nú í frelsis áttina. ,,Þú heldur að með því að fá einhverskonar einkavæðingu í heilbrigðiskerfið þá verði allt betra. Með því að hafa heilbrigðiskerfið eins og það er verður til þess að það eiga allir rétt á læknisþjónustu.´´ Já það er krabbamein á þjóðfélaginu að vilja nýta framleiðsluþætti spítalanna betur svo þeir geti veitt betri þjónustu fyrir minna fé. Það er slæmt...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já þetta er ekki gott mál. Bótakerfið í dag er orðið of flókið einfaldlega vegna þess að stjórnmálamenn eru sífellt að reyna að kaupa atkvæði sérhagsmunahópa. Það er mjög mikilvægt að fækka bótum til að einfalda kerfið og hækka þá þær bætur sem eftir standa á móti. Þannig er auðveldara að fá heildarsýn yfir kerfið. Mikilvægast er þó að gera þær breytingar að kerfið refsi ekki þeim sem reyni að hjálpa sér sjálfir. Það er mjög mikilvægt hvorutveggja fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið að hann...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Með fullri virðingu fyrir greyið konunni vil ég samt benda þér á nokkrar rökleysur hjá þér. ,,Að bæturnar skuli vera svona lágar fyrir alla öryrkja er skammarlegt. Það er ekki tekið tillit til þess hve mörg börn þeir eru með á framfæri, skulda, kostnaður útaf heimili o.s.frv.´´ Fyrir það fyrsta eru til nokkuð sem heitir barnabætur, hún veit nú eflaust af þeim og þær ættu að skila töluvert meiri ráðstöfunartekjum en hún hefur nú. Til eru aðrar bætur svokallaðar vaxtabætur, þær koma til handa...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já því miður er kerfið soldið vitlaust að þessu leytinu til, þ.e. það er mjög letjandi og getur af þeim sökum fest fólk í svokölluðum fátæktargildrum þar sem það hreinlega borgar sig ekki að vinna sig upp úr fátæktinni.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Níðast á öryrkjum. Nú nýverið var samþykkt að nánast tvöfalda bæturnar, ef þú kallar það að níðast á fólki þá langar mig að sjá þig vera góðan við einhvern. Annað, þér virðist vera mjög annt um öryrkja, eins og flestum, hvað er að stoppa þig í að borga aukalega hluta af laununum þínum til öryrkjabandalagsins?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok