Með fullri virðingu fyrir greyið konunni vil ég samt benda þér á nokkrar rökleysur hjá þér. ,,Að bæturnar skuli vera svona lágar fyrir alla öryrkja er skammarlegt. Það er ekki tekið tillit til þess hve mörg börn þeir eru með á framfæri, skulda, kostnaður útaf heimili o.s.frv.´´ Fyrir það fyrsta eru til nokkuð sem heitir barnabætur, hún veit nú eflaust af þeim og þær ættu að skila töluvert meiri ráðstöfunartekjum en hún hefur nú. Til eru aðrar bætur svokallaðar vaxtabætur, þær koma til handa...