Mér finnst umræðan um lögleiðingu fíkniefna vera alltof mikið á þessum nótum: “við lögleiðum ekki fíkniefni því þau eru stórhættuleg” eða eins og einhver háttsettur löggugaur sagði í sjónvarpinu “Þó okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir innbrot þá leyfum við þau ekki”. Ég fellst á það fíkniefni séu stórhættuleg. En mér finnst spurningin ekki snúast um það hvort fíkniefni séu hættuleg. Um það eru langflestir sammála. Mér finnst spurningin frekar eiga að vera á þessum nótum: “Hvernig getum við stoppað neyslu fíkniefna”. Ég held að flestir geti fallist á að við viljum ekki að dóp fyrirfinnist í samfélaginu.

Hverjar væru beinar afleiðingar lögleiðingar?
Hugsum okkur að í dag yrðu samþykkt lög sem leyfðu fíkniefni. Í þessum lögum þyrfti að vera ákvæði um að fíkniefni mætti aðeins selja af ríkinu. Þannig yrði tryggt að efnin yrðu ekki rottuskítur og að gróðinn færi í ríkiskassann. Við þetta mundi framboðið hrökkva upp. Vegna þess mundi verðið hrapa niður öllu valdi. Það mun alltaf verða til eftirspurn eftir fíkniefnum, það eina sem við getum haft áhrif á er framboðið. Þannig mundi vera skrúfað fyrir í einum vettvangi alla dealera og handrukkara. Ég er nefnilega viss um að ef þú mundir spurja dealer hvað honum finnist um lögleiðingu mundi hann segja: “það er það versta sem gæti komið fyrir okkur”. Ránum mundi stórfækka, því rán eru jú að stórum hluta tengd fíkniefnaheiminum. Og það skiptir mig miklu máli að glæpum fækki í landinu. Ég er ekki tilbúinn að greiða fyrir neyslu annarra í gegnum innbrot. Þannig í stuttu máli: verð mundi lækka, þar með glæpum fækka mjög, dealerar hverfa og með þeim ofbeldið. Önnur möguleg afleiðing er sú að unglingum fari að finnast þetta minna spennandi. Og ríkið mundi ekki vera að selja þetta inná skólalóðum eða að reyna að lokka ungmenni á annan hátt. Þannig tel ég að fíkniefnum mundi fækka því allt það markaðsstarf sem dealerar hafa staðið fyrir færi í súginn. Það er líklega flottara að segja:“fáðu þér jónu, ég fékk hana hjá Magga harða” heldur en "fáðu þér þessa jónu semn ég keypti í ÁTVR.

Mín skoðun er sú að við eigum að lögleiða fíkniefni af tveimur ástæðum. Sú fyrri er ofangreind en sú seinni er sú að það kemur okkur ekki við þó aðrir ákveði að dópa sig, það er frelsi þeirra og á þeirra ábyrgð. Þó vona ég að sjálfsögðu að allir velji rétt og segji nei við fíkniefnum.
“I'd love to go back to when we played as kids,