Safnið er stórmerkilegt og áhugavert að heimsækja, hins vegar eru oft miklar raðir og það tekur tíma að komast inn. Aftur á móti mæli ég með því, ef þú átt einhvern tímann leið um Holland að kíkja í gyðingabúðirnar í Vesterbork. Þar dvaldi m.a. Anna Frank. Það er mjög fræðandi og áhugavert og lýsingarnar (ef þú ert með leiðsögumann) eru ótrúlegar. Þessar búðir eru reyndar ekki nálægt Amsterdam en ferð þangað er alveg þess virði.