Ég ætla að skrifa grein um bókina, Dagbók Önnu Frank. Ég valdi hana vegna þess að ég hafði heyrt margt gott um hana og þetta er mjög fræg bók sem hefur verið þýdd á ýmsum tungumálum. Bókin var skrifuð af gyðingastúlkuni Önnu Frank á tímum seinni heimstyrjaldarinar í Hollandi. Þetta er dagbók sem hún hélt á meðan hún dvaldist í felum með fjölskyldu sinni og annari gyðinga fjölskyldu frá ofsóknum nasista. Dagbókin var höfð óbreytt nema hvað felldir voru niður fáeinir kaflar sem ekki þóttu máli skipta fyrir lesendur. Dagbókin var haldin á árunum 1942 til 1944.

Meginmál


Í þessari bók lýsir 13 ára stúlkan Anna Frank því hvernig hún dvaldist í felum á meðan nasistar höfðu 2 ára hersetu í Hollandi og hvernig átta manna fjölskylda lifði í sífeldri hræðslu og einangrun frá umheimunum á meðan. Hún lýsti heimilislífinu þar mjög vel og hvernig þau höfðust að í litlu plássi og með lítinn mat. Anna er kát og hress og lætur móðganir allveg fram hjá sér fara, þannig lætur hún við alla en innst inni móðgast hún sárlega og er mjög viðkvæm.
Dagbókina fær hún í 13 ára afmælisgjöf og verður hæstánægð með hana. Í hana skrifar hún tilfinningar, leyndarmál og daglega atburði. Á þessum tveimur árum skifaði hún í dagbókina sína næstum á hverjum degi. Á meðan tók hún út mikinn andlegan þroska þrátt fyrir ungan aldur.
Þegar hún fær bókina er hún ekki komin á feluheimilið en misrétti milli gyðinga og kristna er stax byrjað. T.d er hún í sérstökum gyðinga gagnfræðiskóla því ekki máttu gyðingar og kristnir mikið umgangast. Einnig voru aðeins sérstakar búðir sem að gyðingar máttu versla í og gyðingar þurftu að ganga með gula stjörnu á sér svo þeir þekktust á milli kristinna manna. Svo kemur það upp einn daginn að þau fjölskyldan séu að fara að flytja í felur og láta engan vita, ekki einu sinni vini og vandamenn. En önnur gyðinga vinafjölskylda fær að flytja og dveljast með þeim undir huldu höfði. Þau flytja vegna hræðslu um að þau verða tekin föst og send í útrímingarbúðir nasista. Feluheimilið var í sama hverfi og Anna átti heima í bara annarsstaðar í því. Ég ætla aðeins að lýsa fyrir ykkur húsinu sjálfu en þau áttu bara heima í litlum hluta þess. Neðst var vörugeymsla og skrifstofa þar sem vinkona þeirra vann og hjálpaði þeim að redda ýmsu. Þau áttu svo heima á annari og þriðju hæð á bakvið leynidyr sem voru faldar bakvið skjalaskáp. En ekki var það mikið pláss fyrir 8 manns. Seinna kom annar fjölskylduvinur sem fékk að búa með þeim í leynum og hann fékk rúmið hennar Önnu en ekki var hún glöð með að þurfa að sofa á lilum hermannabedda sem var gamall og harður. Henni fannst enginn skilja sig og var hræðilega einmanna, hún saknaði vinkvenna sinna og annara fjölskyldumeðlima. Þau áttu vinafólk sem hjálpaði þeim að fá mat, kennslubækur, föt og margt fleira sem þau þurftu. Stundum komu tímar sem þau þurftu að skammta sér helmingi minna á diskinn og jafnvel sleppa morgunmati og litlum máltíðum. Það sem Önnu fannst verst þar var að enginn, ekki einu sinni foreldrar hennar tóku henni nokkurntíman alvarlega, margir gerðu gys af henni og virtu ekki tilfinningar hennar. Þetta skrifaði hún allt í dagbókina sína og hafði hana sem einskonar trúnaðarvinkonu og kallaði hana Kitty. Því meir sem Anna var einmanna því meira langaði henni að opna hjarta sitt fyrir einhverjum. Svo hún reyndi að vingast við Pétur, son hjóna sem bjuggu með þeim og kemst svo í náið samband við hann og verða þau brátt mestu vinir og kviknar svo blossi á milli þeirra. Þau verða ástfangin en foreldrar Önnu líka það illa. En hún lætur sér það ekki miklu máli skipta. Alltí einu lýkur dagbókinni því lögreglan réðst inní felustaðinn og allt fólkið var tekið höndum, meðal annars fjölskylduvinirnir Koophuis og Kraler sem hjálpuðu þeim á felustaðnum, og send voru í fangabúðir í Þýskalandi og Hollandi. Enginn þeirra sem hafðist við í felustaðnum átti afturkvæmt nema Frank faðir Önnu, Koophuis og Kraler. Anna Frank lést svo í fangabúðunum 2 mánuðum áður en fólkið var frelsað frá píningum og endalausum kvölum í útrýmingarbúðunum. Dagbókin fannst svo innan um gamalt bóka og blaðarusl og faðir Önnu gaf hana seinna út.


Lokaorð


Mér fannst þetta góð bók en mér fannst erfitt að lesa hana því það er frekar langt síðan hún var þýdd yfir á íslensku og mér finnst að það ætti að endurþýða hana. Það var líka svolítið erfitt að halda sér við efnið á meðan Anna Frank talaði um stjórnmálin. Annars var þetta frábær saga sem lýsir hvernig ung stúlka í Hollandi berst við tilfinningar sínar og tekst á við móðganir og einmanleika. Ég mæli eindregið með þessari bók en ég sjálf ætla að lesa hana aftur þegar ég verð orðin aðeins eldri.