Þar er ég nú ósammála. Fríða og Dýrið er besta Disney myndin. Hún er til dæmis eina teiknimyndin sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta mynd. Ég er samt ekki að segja að Lion King sé léleg, langt því frá, alveg frábær mynd. En burt séð frá því þá eru Hefðarkettirnir klassískir og vekja ávallt upp góðar minningar, þrátt fyrir að ég sé enginn sérstakur kattavinur.