Það er mín niðurstaða eftir að hafa spilað nýja demóið af CM03-04. Ég byggi þá skoðun mína á því að nánast allt það sem gerði cm4 leikinn óspilanlegan er enn til staðar, en bara svo MIKLU verra. Ég byrjaði á því að taka við ManU. Allt í lagi… ég byrjaði… leikurinn gekk bara ágætlega hratt…

Ég spilaði frekar einfalda upphitunarleiki en komst fljótt að því að RVN þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum - Hann skoraði 5 mörk í einum leiknum - 4 í öðurm og tvær þrennur í fyrstu fjórum leikjunum (með orginal 442 tacticina). Það segir víst örugglega allt um Strikerbuggið.

En svo byrjaði tímabilið. Eftir að hafa sigrað Arsenal í vítaspyrnukeppni í vináttuskildinum þá… hófst… biðin…

Ég átti leik á sunnudegi og tölvan þurfti því að reikna út úrslitin í deildinni á laugardeginum… bíddu… heyrðu… hreyfist þetta ekki neitt??? Er leikurinn frosinn??? Neibb þarna fór það um 1mm… eða…

Já góðir lesendur. Ég beið… og beið… og beið… náði svo loksins að spila einn leik… með sömu ÓÞOLANDI biðinni þegar maður ýtir á tactic takkan til að breyta einhverju eða SKOÐA HITT LIÐIÐ !!! Og svo byrjaði biðin aftur… áður en maður gat spilað næsta leik. Mér fannst þetta ekki beint fyndið en bara til að hafa eitthvað að gera meðan ég beið… þá náði ég í skeiðklukku og byrjaði að taka tíman sem tölvan þurfti til að reikna út úr leikjunum… og að lokum var það orðin mesta spennan að fylgjast með hvort hún yrði lengur í þetta skipti heldur en það síðasta…

Metið hingað til eru 5 mín og 23 sek í Evrópukeppninni… en þegar maður spilar á sunnudögum í deildinni þá líða svona 3- 4:50 mín á milli. Ég er búinn að hafa það nokkuð gott að horfa á tvo knattspyrnuleiki á Sýn á meðan á þessu öllu stendur og er svo gjörsamlega skítsama hvernig leikurinn sem ég er að spila er… því ég er búinn fyrir löngu að missa allan áhuga á honum…

Jæja - þetta er nú snilldin sem við biðum eftir… Ætli þessir ræflar hafi hlustað á EITTHVAÐ sem meirihluti af óánægðum spilurum voru að kvarta yfir??? Greyis 1,8 ghz P4 512mhz tölvan mín er komin með svo mikla minnimáttarkennd að ég hugsa að hún eigi aldrei eftir að ná sér aftur.

Að mínu mati er þetta cm demo ekki spilanlegt - og eftir hamfarirnar í kringum CM4 þykir mér ekki skrítið að SIgames séu búnir að missa samninginn við EIdos. Og þessi hörmung á sennilega eftir að verða þeirra banabiti. Og ég verð að segja þrátt fyrir að hafa verið mikill aðdáandi cm seríunnar til fjölda ára… FARIÐ HEFUR FÉ BETRA !!! ef þeir geta ekki tekið tillit til þess sem hinn almenni spilari hefur að segja.