Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði í dag, að íraskar hersveitir muni taka yfir stjórn öryggismála í öllu landinu fyrir árslok. „Ef Guð lofar getum við bundið enda á hryðjuverkastarfsemi í lok þessa árs," sagði Talabani á blaðamannafundi, sem hann hélt ásamt foringjum hers og lögreglu og innanríkisráðherra Íraks. Í síðustu viku var tilkynnt, að 3500 bandarískir hermenn hefðu verið fluttir til Bagdad, höfuðborgar Íraks, til að koma þar á lögum og reglu eftir að ljóst varð að öryggisáætlun,...