Það er nú ekki annað hægt að segja en að kaninn sé sniðugur. Nú sýnir ný könnun að 50% Ameríkana halda að gereyðingarvopn hafi fundist í Írak. Þessi prósenta hefur hækkað en hún var 36% fyrir ári. Hver ástæðan er veit ég nú ekki en það er spurning hvað þetta segir okkur. Kannski að kaninn sé heimskur en frekar held ég að þetta lýsi því hversu varnarlaus við erum fyrir áróðri “sérfræðinga” sem slengja fram “staðreyndum” um hin ýmsustu mál við hin ýmsustu tækifæri.

Heimild: http://washingtontimes.com/national/20060724-110410-8309r.htm