Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur og stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, sagði í fréttum Útvarpsins að ummæli Bobbys Fischers um gyðinga kunni vera brot á hegningarlögum. Það sé íslenskra yfirvalda að saksækja fyrir brot af þessu tagi og það hafi verið gert, til dæmis vegna ummæla Íslendings um blökkumenn í DV fyrir nokkrum árum.