Ég er virkilega byrjaður að trúa því að við myndum vinna þessa keppni með því að senda Leoncie. Þessi keppni er sirkús. Langt frá því að snúast um gæði laganna. Af hverju vann Grikkland ? * Flott söngkona * Danslag með dönsurum. * Hún gerði “fiðludæmið” í endanum. Svipað trick og þegar Tyrkland vann með slæðuatriðinu sínu fyrir 2 árum. Ef hún hefði sleppt þessu atriði þá hefði hún ekki unnið. Þetta var EKKI besta lagið. Ísland, Sviss og Ísrael voru með mikið betri lög.