Frábært segi ég.

Ég er orðinn hund leiður á að vera greiða félagslega þjónustu fyrir aðra en mig sjálfann. Mér finst ömurlegt að ríkið geti ekki reiknað meðal skatttekjur á mann(á meðal æviskeiði) og unnið með þær upplýsingar á ábyrgann hátt.

Hver einstaklingur ætti að standa undir sér sjálfur hvað þetta varðar.

Börn ættu að fá skattkort, sem þyrfti að leggja inn í grunnskóla, leikskóla og jafnvel spítala (fyrir langveik börn) til að fá þjónustuna niðurgreidda eða ókeypis. Ef foreldrar vildu senda börnin sín í einkarekna leikskóla fengu þeir skattafslátt með korti barnsins á móts við greidd skólagjöld, þ.e.a.s. ef ekki væri hægt að fá þann skóla til að nýta kortið.

Jú, foreldrar elska börnin sín og vilja þeim það besta flestir, en STÓRT en, af hverju þurfa foreldrar að greiða fyrir þessa þjónustu? Ætti þetta ekki að vera tekið af ævi-skatttekjum barnanna sjálfra?

Margt gott hlytist af þessu, leikskólar kosta um 25000kr á mánuði(aukinn kaupmáttur heimila), fólk mundi treysta sér frekar til að eignast börn með 2ára millibili (sem ég hef heyrt að sé svo gott fyrir börnin), fólk sem lendir í fjárhagserfiðleikum mundi ekki safna skuld við leikskóla Reykjavíkur og margt meira.

Þetta er mjög abyrgt af Reykjavíkurborg finnst mér, að létta á byrgði þeirra sem þurfa á því að halda, þetta mundi bæta kjör fólks mis mikið eftir tekjum og fjölda barna á leikskólaaldri en það hljóta flestir ef ekki allir að sjá að í þessu er fólgið ákveðið réttlæti fyrir foreldra og skilningur yfirvalda á að börnin eru skattaleg fjárfesting til framtíðar.

Fólk ætti auðveldara með að vinna, því fyrir marga er dýrara að hafa barnið á leikskóla en að auka við sig vinnu og á þann hátt mundi landsframleiðsla (foreldra sérstaklega) aukast og tekjur á hvern Íslending (höfuðborgarbúar eru Íslendingar) aukast og þetta skapar meiri skatttekjur og rúm fyrir aukinni starfsemi af mörgu tagi.

T.d. mundu foreldrar eiga auðveldara með bættri samkeppnisstöðu gagnvart barnlausu vinnuafli að fá frí frá vinnu eftir hádegi einhverja daga og fara á kaffihús, líkamsrækt eða í sund ásamt því að með minni fjárhagserfiðleikum foreldra yrði að öllum líkindum minna um skilnaði og sambúðarslit.

Ef einhver ætlar að babbla um að hann vilji ekki að sínar skatt(greiðslur)tekjur fari í að greiða leikskóla fyrir börn annarra þá bið ég þann sama að hugsa fyrst um eftirfarandi:

Er rangt að fjárfesta í næstu kynslóð?

Af hverju á að gera foreldrum erfitt fyrir?

Hvað hefur þú á móti börnum?