En náttúrulega ætti maður ekki að vera sjálfráða þá heldur. Í raun er ég ekkert fastur á því að talan ætti að vera einmitt 18 ára. Finnst bara þetta 2 ára bil fáránlegt. Sjálfræði og réttur til að kaupa áfengi (og fleira eins og að fara í spilavíti, giftast…) ættu að haldast í hendur. Annað hvort er maður fullorðinn eða ekki. Stjórnvöld eru dálítið að haga sér eins og foreldrar í svona málum. Þegar þeim hentar þá er maður barn, en í öðrum málum hentar það þeim betur að maður flokkist sem fullorðinn.