Ég sagði ekki að menntun væri óþörf. Einfaldlega að meirihluti fólks gæti menntað sig þó það væri ekki skólaskylda og borgað af ríkinu. Ríkið ræktar ekki peningatré, það einfaldlega ráðstafar peningum sem þjóðin vann sér inn. Sanngjarnast er auðvitað að leyfa fólkinu sjálfu að ráðstafa öllum tekjunum. Velja sjúkratryggingu, námslán, aðgang að vegakerfinu og fleira í stað þess að borga það í gegnum skatta.