Jú það er rétt. Maður segir leita “að”, og þetta er svo sannarlega ekki í eina skiptið sem ruglingur á “af” og “að” sést hér á huga (og er þá væntanlega byrjað að verða áberandi í þjóðfélaginu). Mér finnst það orðið nokkuð áhyggju efni hvað röng málnotkun er orðin áberandi á Íslandi í dag, og nei, ég er ekki að tala um stafsetningu, því stafsetning er allt annað en málnotkun eða málfræði. Mér finnst líka alveg óþolandi hvað margir tala um að spá í “einhverju” (ekkert vera að spá í því)....