Leitin af (nánast) engu. "Googlewhacking/Googlehýð Til eru þeir sem finnast þeir vera búnir að sjá allt sem er að finna á internetinu en geta samt ekki slitið sig frá tölvuskjánum. Fyrir þá er nú komin ágætis tímaeyðsluaðferð kölluð “Googlewhacking”, sem ég ætla hér með að þýða sem “Googlehýðing”.

Markmiðið í leiknum er óformlegt, einfallt og gjörsamlega tilgangslaust. Þú átt að fara inn á hina blessuðu leitarvél Google (http://www.google.com fyrir þá sem ekki vita) slá inn einhver tvö orð og ýta á leitarhnappinn. En svo kemur triksið leitarniðurstaðan má bara vera ein, já einungis ein. Ekki fleiri, ekki færri. Ef þér tekst það þá hefur þú notið þess gífurlega heiðurs að framkvæma svokallaða “Googlehýðingu”.

En málið er ekki alveg svona einfallt, því samdar hafa verið reglur og þeim verður að fylgja. Þær eru í stuttu máli þessar:
1. Orðin verða að gild orð og í orðabók.
2. Það má bara vera ein niðurstaða.
3. Síðan sem fundin er verður að vera í samhengi, þ.e. orðin mega ekki vera í einhverjum lista af orðum.
4. Það er bannað að skeyta orðunum saman með gæsalöppum.
(5.) Til þess að eitthvað sé varið í þetta og til að aðrir hýðarar líti upp til þín verður orðasambandið að vera frumlegt og smá humor skaðar ekki.

Nú hugsar eflaust hver heilvita maður, “Hvaða fávitar nenna þessari tilgangsleysu” En staðreyndin er að þeir eru nokkuð margir. Á official “googlehýðingarsíðunni” http://www.googlewhack.com er nú búið að safna 85.000 hýðingum og fer sú tala hækkandi.

Þeim sem stunda þetta fer saman um að hafa gríðalegan áhuga á því hvað orðin “pyrochemical” og “cannibal” eru að gera á sömu vefsíðu. Hvað “tantric jarlsberg” er og hvernig í ósköpunum smakkar hann? Og afhverju í öskunum einhver hefur gert vefsíðu með orðunum “walleyed” og “guttersnipes”?

Eins og sjá má að ofan var leikurinn upphaflega ætlaður enskum orðum en það má þó staðfæra hann yfir á íslensku. Fólk verður þó að átta sig á því að þar sem íslenskar síður eru ekki nærri því jafn margar og þær ensku er mun auðveldara að hýða google á íslenskri tungu.

En nú hvet ég alla hugara sem hafa ekkert að gera í augnablikunu, eru kannski að stelast í tölvuna í dönskutíma eða nenna ekki að fara að læra, að hýða google svo um munar.

Baráttukveðjur E-220!