Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lítil og krúttileg smásaga um næstu Potter kynslóð :P

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Tjah, gelgja er kannski ekki rétta orðið, en þið vitið hvað ég meina. Hvað sem því líður, þá er hún vel skrifuð hjá þér, sannfærandi persóna.

Re: Lítil og krúttileg smásaga um næstu Potter kynslóð :P

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hvað áttu við, ruglingslegt? Þetta var mjög skiljanlegt! Óvenjulegur spuni, góð tilbreyting og skemmtileg lesning. Þó fannst mér Lily vera heldur muggaleg í hugsunarhætti oft á tíðum. Ekki það að það séu ekki til gelgjur meðal galdramanna, heldur meira svona sýn hennar á heiminn.

Re: Lögfræðingar glæpamanna og öryggi almennings.

í Deiglan fyrir 19 árum
En hvað með glæpamenn sem eru lögfræðimenntaðir? Þeir gætu náttúrulega beitt sömu lagaflækjum til að losna eins og lögfræðingar hinna gera. En þeir eru eflaust ekki margir samt, og ég verð að viðurkenna að mér finnst það nokkuð góð hugmynd að láta fólk verja sig sjálft. Ef fólk lærir að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, þá trúi ég að það fólk verði tekið trúanlegt af kviðdómum, hversu fáránlegur sem sannleikinn kann að hljóma (hvernig er það annars aftur, eru...

Re: Stutt skák á yahoo.com

í Skák og bridds fyrir 19 árum
Hér er líka önnur sem ég tefldi á pogo.com um daginn, ansi skemmtileg að mínu mati. Ég hafði hvítt. 1.d4 d5 2.c4 dxc4 3.Qd1a4+ Rb8c6 4.e3 Bc8e6 5.Bf1xc4 Be6xc4 6.Qa4xc4 Qd8d6 7.Rb1c3 O-O-O 8.a3 e5 9.d5 Rc6a5 10.Rc3e4 Ra5xc4 11.Re4xd6+ Hd8xd6 Þar með var ég manni undir 12.e4 g6 13.g4 Rg8f6 Hér hefði ég kannski átt að leika f3, en ég vildi ekki hætta á að missa af tækifærinu… 14.b3 Rc4b6 15.Bc1b2 Rf6xe4 …til að gera þetta: 16.Bb2xe5 Hd6xd5 17.Be5xh8 f6 18.Rg1e2 Hd5d8 19.f3 Re4g5 Jæja, þá er...

Re: Unconditional Love (bannað innan 14)

í Harry Potter fyrir 19 árum
Ah, já, ég skil. Og ég sem hélt að það væri eitthvað tengt Harry Potter bókunum… kjáninn ég :)

Re: Unconditional Love (bannað innan 14)

í Harry Potter fyrir 19 árum
Geðveikur spuni! En varðandi 7.sept 1996, þá mun hann “líða” í 6. bókinni, svo ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að vísa í.

Re: Lífið

í Smásögur fyrir 19 árum
Reyndar verð ég nú að leiðrétt því í því að það heimspekingar hafi ekkert pælt í sjálfri hamingjunni. Nei, þeir hafa alltaf verið að leita að tilgangi lífsins… Lestu aftur, þetta er einmitt það sem sagt er í smásögunni Tilgangur lífisins, sem allir heimspekingar hafa keppst um að finna…

Re: Stutt skák á yahoo.com

í Skák og bridds fyrir 19 árum
Æ, fyrirgefið, ég gleymdi, ég ætlaði að breyta skammstöfunum yfir í íslensku skammstafanirnar, svona fékk ég þetta af pogo. En sem sagt: N þarna táknar riddara (knight, k-ið er frátekið fyrir king) R táknar þá hrók (rook) Q er að sjálfsögðu drottningin (queen) Annað er eins

Re: Stutt skák á yahoo.com

í Skák og bridds fyrir 19 árum
Já hún var heldur stutt þessi, satt er það. Skemmtileg þó, alltaf gaman að velta fyrir sér skákum. Hér er ein sem ég tefldi um daginn á pogo.com (ég hafði hvítt). 1.d4 b6 Þennan leik hafði ég ekki séð svartan leika áður. 2.c4 Bc8b7 Enn fetar hann nýjar slóðir (fyrir mér), en mér láðist að athuga möguleikana nógu vel… 3.Nb1c3 d5 4.e3 dxc4 5.Bf1xc4 Bb7xg2 …sem leiddi til þessarra mistaka. 6.Ng1f3 Bg2xh1 7.Ke1f1 Bh1xf3 Ég var enn að jafna mig eftir þá uppgötvun að ég ætti sennilega eftir að...

Re: Vissuð þið?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Já ég skil þig vel, þetta er gömul deila, og ég nenni heldur ekki að vera að eyða neinum tíma í hana aftur, en mig langar bara til að benda á eitt. Á sama hátt og 8. áratugurinn er árin Á UNDAN 1980, þ.e. 1970 og eitthvað eins og þú varst sjálf að benda á, og 20. öldin er öldin fram að 2000 (meðtalið segi ég en ekki þú), þá er árið eitt árið fram að fyrstu áramótum eftir upphaf tímatalsins. Það eru ekki liðnar 20 aldir frá upphafi tímatalsins fyrr en í lok 20. aldarinnar og á sama hátt eru...

Re: Vissuð þið?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Tzipporah, reyndar var 8. áratugurinn árin 1971-1980, en ekki 1970-1979, þó að maður sé á fertugsaldri frá fertugsafmæli sínu til fimmtugsafmælis. Þessi mismunur stafar af því að við teljum aldursárin með því að breyta tölunni í n við lok árs númer n (við segjum ekki að barn sé eins árs fyrr en það hefur lifað heilt ár, þegar það hefur annað aldursár sitt, ár númer 2). Aftur á móti byggist tímatalið á því að við köllum fyrsta árið í tímatalinu (ár númer 1), árið 1. Sem sagt, tölunni er...

Re: Áhugaverðar kenningar um hálfblóðungsprinsinn og mitt álit á þeim

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Úps, ég gleymdi að stroka út svarið sem ég var að svara, biðst velvirðingar.

Re: Áhugaverðar kenningar um hálfblóðungsprinsinn og mitt álit á þeim

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hann kemur líka mjög lítið fyrir. Einhversstaðar er Dumbledore að hughreysta strákana og segja þeim að taka ekki nærri sér illt umtal. Þá segir hann þeim að bróðir hans hafi fengið slæma útreið í spámannstíðindum eftir að hann fékk dóm fyrir ósiðsamlega galdra á geitum. Hann tók því samt ekkert nærri sér og lét sem hann hefði ekki tekið eftir því. Á hinn bóginn var Dumbledore ekki viss um að hann væri læs svo það var spurning hvort að þessi viðbrögð hefðu stafað af hugrekki eða heimsku....

Re: Áhugaverðar kenningar um hálfblóðungsprinsinn og mitt álit á þeim

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
…[ég held (eins og ég hef sagt oft áður) að half blood prince þýði bara prins að hálfu en ekki endilega galdramaður að hálfu]… thoram, það er ekki svo óvenjulegt að prinsar séu bara prinsar að hálfu. Til þess að prins sé prins í báðar ættir, þurfa bæði faðir hans og móðir að vera konungborin. Þó það séu til mörg gömul ævintýri sem enda með hjónabandi prins og prinsessu, og að það hafi tíðkast á miðöldum til að gæta friðar á milli ríkja o.þ.h., þá er ekki síður algengt (a.m.k. í seinni tíð)...

Re: Brandarar Rons

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nimrodel: “góð humgynd :S nema að Harry FÆR brunasár frá drekanum,” Rangt. Harry særðist við það að fá einn gaddinn á halanum í handlegginn á sér, hins vegar brenndist Cedric Diggory í viðureigninni við sinn dreka.

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Heyrðu góði, farðu nú að láta þetta skýrast eða ég sendi hérna inn áhugaspuna með stærðfræðilegu ívafi!! Nei nei, ég segi svona, þetta er frábært hjá þér. Mér þætti þó vænt um að fara að komast að því hvað er á seyði.

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
P.S. Þessi spuni hefur tekið vægast sagt óvænta stefnu.

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta væri fyrst fyndið ef það kæmi í ljós að RitaSkeeter og Tzipporah væru ein og sama manneskjan og Tzipporah hefði skrifað þetta sjálf

Re: Dobby

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jú Vinky var með brún augu. Og svo er annað, setti hann ekki dagbókina inn í sokkinn, en ekki öfugt?

Re: Sagan af Severus

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já ég tók ekki eftir því, stundum talarðu um Severus, t.d. “Severus umlaði eitthvað og leit undan.” En síðan ertu farin að tala um Snape, t.d. “Snape sat ringlaður eftir.” (Báðar tilvitnanirnar úr næstsíðustu línunni.

Re: Sagan af Severus

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það hefur heldur aldrei komið fram, en aftur á móti hefur heldur ekki komið fram að hann sé það ekki.

Re: Sagan af Severus

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Vá, þetta er virkilega vel skrifuð saga og eftir því sem ég best fæ séð, er það eina sem stenst ekki miðað við bækurnar, það að Dumbledore var skólastjóri þegar Snape byrjaði í skólanum. Nema þá að þetta hafi verið viljandi gert hjá þér að láta hann ekki setjast í sólina… Hann hefur verið úti í sólinni í HP bókunum, svo það getur ekki verið að hann þoli ekki sólarljós…

Re: Sagan af Severus

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Heh, já, ég skil vel að það sé erfitt að ruglast ekki.

Re: Sagan af Severus

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Auðvitað ert þú guðinn í þessarri sögu og ef þú ert búin að ákveða svona í megindráttum hvað á að gerast í henni, ekkert vera að breyta því þá bara fyrir mig, en það væri auðvitað gaman að lesa sögu þar sem horft er frá Snape og sagt frá því þegar hann kemur í skólann og hittir James/Sirius/Lupin og sambandi þeirra, hvort sem það verður þessi saga eður ei. En ef það er það sem þú hefur í hyggju með þessa sögu, þá mæli ég með því að þú breytir þessu með skólastjórann svo þetta passi við...

Re: ***spoiler***Harry Potter og tryggi þjónninn***spoiler***

í Harry Potter fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Tjah, það er nú eflaust hægt að fara á skíði í Kanada á sumrin. Harry hefur farið til Weasley fjölskyldunnar í fríinu áður, að ekki sé nú talað um hve oft hann hefur farið í pössun til frú Figg. Auk þess er frú Figg í Fönixreglunni, svo að það hljóta fleiri að koma að því að fylgjast með honum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok