Ég hef verið að heyra ýmsar kenningar um hálfblóðungsprinsinn nýlega hér ætla ég að skrifa það sem mér finnst um þær kennigar.

*Argus Filch

Já hann Argus Filch er ein af kenningunum, þessi sífúli húsvörður hefur ekki komið sérlega mikið við sögu en gæti vel verið hálfblóðungsprinsinn. Ég efast samt um að það sé hann því mér finnst að hálfblóðungsprinsinn ætti að geta galdrað en eins og allir vita er hann Filch skvibbi og getur því ekki galdrað.

*Hagrid

Mér finnst Hagrid vera einn þeirra sem er líklegastur til að vera prinsinn, það að móðir hans sé risi gerir hann líklega að hálfblóðungi. Hagrid gæti vel verið einhvers konar prins risanna sem gæti sameinað þá til að berjast gegn Voldemort.

*Neville Longbottom

Held að Neville sé ekki hálfblóðungur en það væri nú líkt J. K. Rowling að láta hann Neville hafa aðeins stærra hlutverk. Samt býst ég ekki við því að hann sé prinsinn.

*Severus Snape

Mjög ólíklegt þar sem Snape hefði aldrei getað orðið drápari ef hann væri hálfblóðungur.

*Viktor Krum

Ja, Búlgarski prinsinn það hljómar svosem vel gæti vel ímyndað mér hann í stóru hlutverki í næstu bókum, það er alla vegana bókað að Viktor sé ekki búinn að segja sitt síðasta í þessum bókum.

*Dean Thomas

Dean Thomas er hálfblóðungur það er víst samkvæmt jkrowling.com var pabbi hans galdramaður sem var myrtur þegar hann neitaði að ganga í raðir Voldemorts, Dean hefur hins vegar alltaf haldið að hann sé bara kominn af muggaættum. Dean er sá sem mér finnst líklegastur því hann hefur ekki komið mikið við sögu fyrr í bókunum og ég hef alltaf búist við því að allir strákarnir sem eru með Harry í herbergi myndu koma eitthvað við sögu Neville kom við sögu í fyrstu, fjórðu og fimmtu bókinni og Seamus var fúll útí Harry alla fönixegluna.

*Albus Dumbledore

Nei, ég held alveg örugglega að Dumbledore sé ekki prinsinn.

*Aberforth Dumbledore

Gæti svosem verið. Aberforth hefur verið að bíða lengi eftir hlutverki í bókunum og það hlytur að vera að koma að honum hvort sem það er í hlutverki hálfblóðungsprinsins eða einhvers annars kemur hann bráðum í sögunni, það er ég viss um.

*Remus Lupin

Það gæti svosem alltaf verið að það sé Lupin, Rowling hefur samt að hann muni koma meira við sögu í bókunum og mér hefur alltaf fundist Lupin vera prinsalegur.

*Crookshanks

Kötturinn hennar Hermione er greinilega eitthvað mjög sérstakur, það er eins og hann sé að vernda Harry en ég á erfitt með að ímynda mér köttinn sem sameinar alla ketti í baráttunni gegn Voldemort.

*Nearly Headless Nick

Ber sig svo sannarlega sem prins gæti vel verið að það sé eitthvað meira á bakvið Nick en bara draugur, gæti þess vegna verið ástæða þess að hann var hálshöggvinn.

*Mark Evans

Það varð allt brjálað þegar nafn hans kom við sögu og kenningar um að Harry ættin hálfbróður eða eitthvað slíkt komu á kreik, en frú Rowling hefur sagt að þetta sé bara tilviljun og að Mark sé óviðkomandi í þessum söguþræði.

*Dudley Dursley

Mig minnir að ég hafi einhversstaðar lesið að Dudley væri eiginlega úr sögunni, að það væru bara örfáar línur um hann í þessarri bók.

*Einhver sem við höfum ekki kynnst áður

Þetta er auðvitað eitthvað sem við getum alveg búið okkur undir kannski kemur alveg ný persóna mig minnir að Rowling hafi einhversstaðar minnst á einhvern McCullahan eða eitthvað slíkt sem átti að koma í hálfblóðungsprinsinum.

Þar hafið þið það, endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með einhverja vitleysu og bætið við þeim sem ég hef gleymt.