Undanfarið hefur verið mjög í fréttum að handrukkarar og ofbeldismenn vaði uppi. Þeir ganga í skrokk á fólki og vaða uppi með almennum dólgshætti, ruddamennsku og hótunum. Þeir eru nánast frjálsir að því að ganga framm og gera aðför að fólki og koma fram með ofbeldi og skaða minnimáttar. Þetta glæpahyski grúppar sig saman og þegar loks lögreglan hefur upp á þeim, þá játa þeir bara og ganga út á götuna. Ekkert er gert af hálfu yfirvalda til að stöðva þetta.
Síbrotamenn eru þetta kallaðir. Það er hins vegar í mínum huga ekki rétt nafn. Þetta er leiguþý og í íslenska glæpaheiminum standa fínir menn á bak við. Þeir dreifa eiturlyfjum, þeir drepa börnin okkar með eitri. Þeir vaða uppi í skjóli lögfræðinga sem að verða þetta hyski. Það eru alltaf sömu lögfræðingarnir sem að verja þennan lýð, þeir ganga vasklega fram og koma þessu pakki á götuna fljótt og örugglega. Sömu lögfræðingarnir, aftur og aftur. Ekki má ég nefna nein nöfn, þá yrði ekki þessi grein birt. En hugsið ykkur kæru meðborgarar, þessir sömu lögfræðingar á okkar kostnað koma glæpahyski á götuna aftur og aftur. Það er séð fyrir því að réttur glæpamanna er alltaf tryggður. Þeir fá allt lagt upp í hendurnar. En við almenningur. Við meigum ekki blása á þetta lið. Ef að ég gripi innbrotsþjóf í stofunni hjá mér og veitti honum harkalega ráðningu, þá færi kerfið strax á mig og ég fengi á mig kæru. Þess í stað ætti að veita fólki viðurkenningu fyrir að hyrta þennan ruslaralýð sem veður upp, berjandi, meiðandi, stelandi og hótandi öðru fólki.
Í Reykjavík eru nokkrar lögfræðistofur starfandi þar sem lögmenn hafa varanleg og sterk tengsl við sömu glæpaklíkurnar. Ég nefni ekki nein nöfn. Það væri hins vegar kjörið að skoða Hæðstaréttardóma og þá sjáið þið þetta. Ég veit og fullyrði að sumir þessara lögfræðinga stunda sjálfir dreyfingu á eiturlyfjum. Ég veit að það verða margir sem segja, sannaðu þetta. En ég get það ekki vegna þess að þá yrði mér svo sannarlega refsað. Ég gæti það ekki. Ég fengi enga hjálp hjá lögreglunni, hún gerir ekki neitt. Það eru ekki einu sinni byggð fangelsi á Islandi, fangar sem þó eru sendir í sveitina á Hraunið valsa þar um og neyta eiturlyfja innanhúss. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, það gerir enginn neitt.
Hvað finnst ykkur? Eiga skattarnir okkar að fara í greiða götu manna sem brjóta af sér aftur og aftur og misþyrma varnarlausu fólki. Eigum við að vera að veita fólki brautargengi og endalausa vernd á kostnað okkar skattborgara meðan enginn tekur upp hanskann fyrir okkur?
Ég segi að lokum að það þyrfti að taka til í undirheimum Íslands. Fínir lögfræðingar á miljóna jeppum með halarófu af glæpahyski undir væng sínum er ekki eitthvað sem ég vil að mínir skattar fari í að borga. Það væri ágætt að taka þessa einstaklinga, senda þá í vinnubúðir út á land og láta þá moka skít og strita. Kenna þeim og beygja þá, taka þá úr umferð og vernda almenning. Það má kalla þetta öfga en mér finnst ógeðslegt hvernig gengið er undir glæpahyski á Íslandi í dag, það lögverndað og gata þess greidd með lögfræðingum á okkar kostnað. Sumir glæpir eru svo alvarlegir að menn sem þá fremja hafa fyrirgert rétti sínum á að komið sé fram við þá eins og fólk. Þeir verðskulda ekkert nema það að vera stöðvaðir með öllum mögulegum ráðum.

September.