Sæl öll,

Vegna skoðanakönnunarinnar um Jón Sigurðsson, forseta, er rétt að leiðrétta það, fyrir þá sem ekki þekkja til, að hann hefur aldrei verið titlaður fyrsti forseti Íslands. Hann var kallaður “Jón forseti” nærri því öld áður en lýðveldið var stofnað og skýring þess er einföld:

“Vorið 1851 var Jón kosinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og var hann þá staddur á skipi á Atlantshafi á leið á þjóðfund. Var þetta gert að honum forspurðum. Störf hans fyrir félagið urðu mjög umfangsmikil og gegndi hann forsetastarfinu til æviloka. Af þessu starfi fékk hann viðurnefnið forseti.”

Einnig var hann kjörinn forseti Alþingis oftar en nokkur annar:

“Frá hinu fyrsta endurreista Alþingi var Jón Sigurðsson potturinn og pannan í öllum þess störfum. Það voru hans skoðanir sem hvað mest mótuðu þingið fyrstu árin og má segja að andi hans hafi svifið þar yfir vötnum allt til þessa dags. Hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins og hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafn lengi.”

Beinar tilvitanir eru teknar af www.hrafnseyri.is. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér feril Jóns forseta betur er eindregið bent á þá ágætu síðu.<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,