Ég var ekki hrifinn af þessari grein því þetta var eingöngu endursögn af söguþræðinum, en ég hleypti henni í gegn af því að það hefur verið skortur á greinum á þetta áhugamál í dálítið langan tíma núna. Hafðu það í huga næst þegar þú skrifar grein, að leggja minni áherslu á söguþráðinn heldur skrifa meira gagnrýni um kvikmyndina, hverjir eru í aðalhlutverkum og hvað hafa þeir gert, hvernig þér finnist myndin og af hverju svo eitthvað sé nefnt.