Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: USA vs IRAQ

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
idf Þú ert rosalegur kreddu karl. Ef það er eitthvað á móti BNA þá er það bull og þvaður í þínum augum. Þú ert þröngsýn, ættir að draga bjálkan úr augunum á sjálfum þér áður en þú ferð svo mikið að tala um flísina í augum annara.

Re: Bandaríkin, vaxandi eða hnignandi veldi ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mikið rétt hjá þér.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Áróðurs og haturs þvaður er þetta ekki. Það er margt gott að finna í BNA sem og margt slæmt rétt einsog bara hér á ÍSl. Hlutirnir eru ekki eins svartir og hvítir einsog skrif allra hér láta í ljós (virðast gera það). Margir í hini vestrænu evrópu er farið að finnast nóg um það hve lengi við höfum fyllgt BNA í blindni, margir í evrópu vilja að klipt sé á naflastrenginn milli evrópu og BNA. Hvenær og hvort það verður kemur ekki til með að vera svarað hér. En ég á mér þá einu ósk að hvort sem...

Re: Hvernig er með windows á íslensku ?

í Forritun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
heyr heyr skynsemin ræðu

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
sjáðu nú til idf Þetta er það sem ég næ í á næst efsta svari á google.com þegar ég set inn leitar strenginn “Womens rights in america”: “In America a woman can be insulted and assaulted in public if she is overweight . ”Hey fatty, thunderthighs“, are some of those names that hurt more than ”sticks and stones“. If she is wise she will conform to the accecptable body image and then she will be elevated to the level of sexual object. If she is really intelligent and lucky she may even make her...

Re: Tæki sem skilur hundamál

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hélt að japanir væru eiginlega búnir að gera lifandi hunda óþarfa, bara fá sér róbótahund með batteríum.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Veist þú hvað Bandarískar konur eiga rétt á löngu fæðingarorlofi ? Þú skalt prófa að kynna þér það.

Re: Spá mín um framtíðina

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
idf: Það vill svo til að okkur íslendingum hættir til að spegla BNA í öllum okkar málum, það er eins og við viljum líkjast þeim í einu og öllu. Með aukinni velmegun fylgir aukning á velmegunarsjúkdómum, ég vil meina að þjóðfélagið sé að verða firrt gagnavart slæmum áhrifum og í einhverri blindni bitnar það á þeim sem síst skyldi, börnunum, en þau eru nú það dýrmætasta sem við eigum svo ef við viljum gera heiminn góðan og fallegan eftir 50 ár þá verðum við að hlú betur að börnunum okkar....

Re: Spá mín um framtíðina

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Aukinn mannfjöldi þýðir ekkert endilega að þjóð verði voldugri. Hefur einhver ykkar verið búsetur í langan tíma í BNA? Það hef ég. Ef BNA á að hafa möguleika á því að halda áfram að vera voldugasta ríki heims í framtíðni þá þarf að verða meiri sameining meðal íbúa, hvítir verða að læra að elska svarta, svartir að elska gula o.s.frv. og allir verða að læra að elska rauða. Er það tilvijun að einhverfum börnum hefur fjölgað að börnum sem eiga við námsörðugleika hefur fjölgað í BNA? Það er...

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þar ertu illa blekktur eins og sennilega bróðurpartur Bandarísku þjóðarinnar, það vill svo illa til að þetta fyrirmyndar ríki þitt er ofarlaga á skrá hjá Amnesty International yfir lönd sem láta mannréttindabrot viðgangast. Ég er sammála því að þeir eru langþróaðastir hvað varðar hernaðarmátt, því er nú verr, en lífsgæði eru ansi misskipt í BNA og svo eru þeir líklega eins aftarlega á merina hvað varðar jafnrétti kynjanna eins og hægt er. Það er til margt gott í BNA en því miður er svo margt...

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er kveikjan að mínum skrifum skrifum að hafa lesið eina grein, ég hef fylgst með viðbjóði með öllu þessu stríðsvafstri í öllum helstu miðlum. Mín skoðun er sú að Bandaríkjamenn séu á hálum ís með að gagnrýna það sem þeir gera sjálfir. Hryðjuverkamenn eru hetjur í augum stuðningsmanna þeirra og misyndismenn í augum þeirra sem berjast gegn þeim, en nú orðið er varla hægt að sjá muninn á því hver er hvað. Í mörgum tilfellum má tala um, að mínu mati, Bandaríska hryðjuverkamenn. Ég er ekki...

Re: Spá mín um framtíðina

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
það má nú lifa í voninni hehehe en samt maður ætti að geta ákveðið sinn aldur sjálfur.

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sennilega væri hæegt að ræða þetta til og frá, fram og til baka þar til Guð kemur og segir: “Jæja, þetta er orðið ágætt núna, við skulum taka saman og ganga frá öllu saman á sinn stað.” Svo ríður yfir Armageddon og allt búið. Víst er Guð til, en Guð er persónuleg upplifun hvers og eins, en ekki eftir blaðsíðu og versatali Biblíunnar, það eru jú til fleiri rit en Biblían sem boða tilveru æðri mátta, og þegar öllu er á botninn hvolft þá hugsa ég að það fyrsta sem Guð segir okkur þegar við...

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Úff, nú er þetta bara komið í hart. Sko, Guð í Biblíunni er djók, Hann hvetur uppáhalds gyðingana sína til að stúta heilu og hálfu þjóðunum, konum og börnum í Sínu nafni, samt er eitt af boðorðum Hans “þú skalt ekki mann deyða” eða gleymdi hann kanski að bæta við “nema þá í mínu nafni”. Nei, Guð Biblíunnar er KVIKINDI sem er upprunnið frá villimönnum sem vantaði að réttlæt gerðir sínar, það er ekkert mál að stúta heilli þjóð ef maður getur sagt, “Já en Guð bað mig um að gera það”. Það er svo...

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Kjarni málsins er í raun og veru sá, frá mínum herbergisdyrum séð, að ef Guð kemur og segir “HÆ! Ég biðst afsökunar á óþægindunum, en Já Ég er til og Allt sem Ég segi og Geri er Staðreynd Lífsins.” Þá er hægt að segja að Hann sé búinn að brjóta gegn sinni megin reglu að eftirláta manninum að sannreyna og trúa tilvist Sína, vegna þess að frá upphafi þegar Hann hnoðaði þennann heim saman hefur Hann aldrei gert slíkt. Hvað varðar Orðalagið “trúa á” er alveg sammála um tvíræða merkingu, en af...

Re: Fráreitismeðferðir

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta er kallað öðru nafni neikvæð skilyrðing og er mikið notuð á dýr, engu að síður fremur frumstæð aðferð og villimannsleg, það væri líka hægt að gera forrit sem gefur rafstraum í gegn um lyklaborðið í hvert sinn sem slegin er inn stafsetningavilla eða vittlaus *ái* stafur. <br><br>—————————- <i>“Mikið ég undraðist þennan klaufalega fugl sem svaraði svo greinilega, þó í viðkvæði hans hans ég sæi litla merkingu eða samhengi um sinn”</i> Hrafninn Edgar Allan <b>Poe</

Re: Heimurinn myndi speglast!

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er til ágætis kenning um óravíddir alheimsins, ein þeirra, svo kölluð Möbíusar-beltis kenning er á þá leið að alheimurinn myndi viðsnúið belti sem gæti verið tengt í báða enda. Þannig gæti maður farið af stað í geimferð og valið sér beina leið án hindrana og þar sem heimurinn hreyfist er hann hlutfallslega á skakkri braut þó hann virðist vera á beinni, svo fyrir einhver möbíusar áhrif sem ég man ekki alveg nákvæmlega hvernig virka í alheiminum kemur hann öfugur til baka á nákvæmlega sama...

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var hvort eð var ekkert viss um þetta, enda hef ég ekki lesið kenningar Nítsés, en mér datt í hug að þetta gæti verið möguleg skýring. Mér finnst samt alltaf svolítið skemmtileg tilhugsun að ef Guð er til og sannar tilvist sína með beinum eða óbeinum hætti þá er hann kominn í þversögn við tilvist sína, þar eð slík sönnun myndi gera trú óþarfa, og hverfur þá í reykjarmökk af röksemdum. sbr Hitchikers guide to the galaxy. Þannig að það er stórhættulegt að ætla sér að svara spurningunni “Guð...

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þettta er kjarna spurning í heimspeki, það var svartsýnismaðurinn Nietzhe (vona að þetta sé rétt skrifað) sem átti upptökin að þessari kenningu, ef við deyjum og förum til Guðs þá eru þeir sem eru dauðir hjá Guði, nú eða í Helvíti en það er annar kafli. Fyrst að Eitt af einkennum himnaríkis er að allir sem fara þangað séu dauðir þá hljóta þeir sem eru þar fyrir að vera dauðir líka. Semsagt Guð er Dauður, en það er í sjálfu sér ekkert slæmt. <br><br>—————————- <i>“Mikið ég undraðist þennan...

Re: gagnamagn 2002

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Er ekki málið bara að taka þessu rólega og gera minna í einu…

Re: Spá mín um framtíðina

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta finnst mér allt vera svolítið langsótt, það er í raun og veru ekkert sem bendir til þess að heimurinn verði eitthvað öðruvísi eftir 50 ár heldur en hann er nú. Við getum búist við að sömu þrætuefnin gangi áfram með sveiflum milli friðar- og þrætuferlis, þeir sem eru að stríða í dag munu stríða á morgun og það er ekkert sem getur stöðvað það nema að báðir aðilar verði þurrkaðir út samtímis. Ég tel að eftir 50 ár verði ég 25 árum eldri en ég er í dag og Saddam Hussein, Ariel Sharon,...

Re: 11. sept hvað?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það sem plagar mig hvað mest í sambandi við 11. sept er hræsnin og sjálfsblekkingin í BNA, talandi um um mestu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið og blásandi út þetta furðulega litla mannfall sem varð við þessa árás svo það sé einna líkast að helmingur BNA manna hafi þurrkast út. Hvað með eina verstu og ljótustu árás sem gerð hefur verið og framkvæmd af BNA, nefnilega þegar þeir Njúkuðu Hiroshima og Nagasaki, enn þann dag í dag er fólk að þjást eftir þessi HRUÐJUVERK BNA manna.

Re: Forrit

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Adobe PhotoDelux býður upp á meiri sjálfvirkni og er ídíótprúf, það er langbest að ná í svona forrit á p2p apparati eins og kazaa eða bearshare. ég nota paint.<br><br>—————————- <i>“Mikið ég undraðist þennan klaufalega fugl sem svaraði svo greinilega, þó í viðkvæði hans hans ég sæi litla merkingu eða samhengi um sinn”</i> Hrafninn Edgar Allan <b>Poe</

Re: Myndir

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er hægt að nota Layers í Photoshop með mism. transparency ef um er að ræða einfalt merge og svo þegar þú exportar myndina á jpg eða gif form þá festist allt saman. <br><br>—————————- <i>“Mikið ég undraðist þennan klaufalega fugl sem svaraði svo greinilega, þó í viðkvæði hans hans ég sæi litla merkingu eða samhengi um sinn”</i> Hrafninn Edgar Allan <b>Poe</

Re: Guð er til eða ei

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Er ekki Guð bara Dauður ?<br><br>—————————- “Mikið ég undraðist þennan klaufalega fugl sem svaraði svo greinilega, þó í viðkvæði hans hans ég sæi litla merkingu eða samhengi um sinn” Hrafninn</font> Edgar Allan Poe</font
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok