Ég var að spá í það hvað framtíðin mun bera í skauti sér og hér eru svo ýmsar hugrenningar mínar…………..

Eftir 50 ár verður heimsmyndin eftirfarandi….


Til eru margar sögulegar hliðstæður fyrir því sem er að gerast í BNA núna, þ.e. það sem ég tel vera hnignandi veldi Bandaríkjanna(augljósast er það e.t.v. í falli Rómaveldis). Eftir 50 ár verður veldi Bandaríkjanna svipað og veldi Breta er núna


Sameinuð Evrópa verður ef til vill fullmótuð eftir 50 ár. Þá verður búið að að taka öll lönd Evrópu inn í ESB, allar Evrópuþjóðir verða með sama gjaldmiðil og munu allar þjóðirnar búa yfir því næst sömu lífsgæðum.


Eftir að Kína tók upp vestrænni stjórnarhætti hefur hagkerfi þeirra smám saman verið að taka stakkaskiptum. Kínverjar munu því eftir því sem að fram líða stundir ráða yfir öflugasta hernum. Ég sé fyrir mér að Kína og ESB munu verða eins konar “tvær hliðar á sama peningi”, það er ESB verður miðstöð þeirrar Evrópu sem við þekkjum nú og Kína miðstöð Asíu. Þetta mun samt ekki þýða annað kalt stríð heldur munu ESB og Kína vinna saman líkt og Vestur-Evrópa og BNA gera núna. Bandaríkin munu svo fylgja ESB að máli.


Ég tel það mjög líklegt að SÞ verði mun valdmeiri en hún er nú. Alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll, alþjóðleg lög og það að alþjóðlegur friðargæsluher verður mun öflugri er aðeins fátt af því sem að glæst framtíð þessarar stofnunar mun bera í skauti sér.


Einnig sé ég fyrir mér að Afríka muni rísa upp úr öskutónni og munu allar þær náttúruauðlindir sem finnast þar deilast á meðal innfæddra til jafns við “vestræna” auðmenn en ekki eins og í dag þar sem BNA-menn og aðrir menn kenndir við vestræna menningu eru að ræna fólkið. Það sama mun svo gilda um S-Ameríku.


Í sambandi við Ísland sé ég fyrir mér að Ísland verði eitt ríkasta ef ekki ríkast land í heimi sökum þeirrar gríðarlegu verðmæta sem búa í landi okkar (og þá munum við grátbölva ráðamönnum nútímans fyrir það að þeir virkjuðu náttúru okkar)

En svo er náttúrulega líka sá möguleiki að heimurinn muni enda á morgun…………………