Margir hafa verið að spá hnignun Bandaríkjanna og líkja megi þessu valdabrölti þeirra síðustu misserin sem toppnum á þeirra veldi áður en halla fer undan fæti. Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að sameinuð Evrópa tæki að e.h leiti við af Bandaríkjunum sem forystuveldi Vesturlanda með aukinni velmegun og sameiginlegum gjaldmiðili. Evrópusinnum til mikilla vonbrigða hafa þessar spár ekki ræst og það lýtur ekki vel út með vöxt í álfunni og stærsta hagkerfið Þýskaland á við þrálátt atvinnuleysi að stríða.

Ekki tekur betra við ef litið er á fólksfjöldaspár sem segja mikið um vægi þjóða í framtíðinni. Fæðingartíðni í Evrópu hefur hrapað, sérlega á Ítalíu (hvað eru þessir rómuðu Ítölsku folar að gera ?)en Norðurlöndin skera sig nokkuð úr, ekki síst Ísland (þó það dvergríki skipti engu máli). Annað er að segja af Bandaríkjunum, þar er fæðingartíðnin á uppleið aftur eftir “vestrænu lægðina” en þetta er aðallega “latneskum” eða latinos innflytjendum að þakka. Samkvæmt spám yrðu Bandaríkjamenn orðnir ríflega 500 milljónir um miðja öldina líklega fleiri en Evrópa og Rússland samanlagt (þeim síðarnefndu er að fækka um 1 milljón á ári !)

Þannig af þessu má álykta að efnahagslegt og hernaðarlegt vald Bandaríkjanna á eftir að aukast ef eitthvað er en um þetta leyti ætti Kína að vera orðið gífurlega öflugt (ef ekki fer eins og fyrir Sovét) og skáka þar með Bandaríkjunum. Ekkert gefur til kynna að Evrópa verði eitthvað “powerhouse”, reynsla síðustu aldar virðist hafa tekið alla heimsvaldadrauma úr þeim og þessi margumtalaða sameining virðist ekki eins vinsæl lengur.

En Bandaríkin eiga eftir að breytast mikið og verða “dekkri” yfirlitum og enskunni kannski skákað sem “þjóðmáli” af spænskunni. þessi áhrif má sjá hjá sjálfri Bush fjölskyldunni, en bróðir forsetans, Jeb er giftur “hispanískri” konu og mjög líklegar talar fjölskyldan spænsku þegar þurfa þykir í Flórídapólitíkinni. En að sumu leyti munu Bandaríkin taka á sig mynd þriðjaheimsríkis, þetta hefur maður séð á ferðum sínum í borgum í sunanverðu USA, t.d. Los Angeles og Miami, með illa mentaða og borgaða innflytjendur.