Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Trúarumræða á villigötum ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 1 mánuði
Enda er það alls ekki það sama að trúa á Guð og að trúa á allt sem stendur í Biblíunni. Ég trúi á Guð, en ég trúi ekki öllu sem stendur í Biblíunni, ég trúi ekki að Guð hafi sjálfur skrifað hana. Mennirnir sem skrifuðu bókina töldu sig vera í sambandi við Guð. Ég hef trú á að sumir þeirra hafi verið það, en ekki allir.

Re: Trúarumræða á villigötum ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér finnst afar skrýtið að þú segir að menn eigi að trúa á það sem menn vilja trúa á, en samt ekki á þau trúarbrögð sem eru við lýði í dag. Á maður þá að búa sér til sín eigin trúarbrögð? trúarbrögð er ekkert annað en tæki sem stjórnendur nota til að stjórna lýðnum og það samþykki ég ekki. Þetta þykir mér vera einn þröngsýnasti hugsunarháttur sem ég veit um. Fyrir nokkrum árum var í Bretlandi einn þekktasti trúleysingi heims (sem ég bara því miður man ekki nafnið á) og sá maður predikaði...

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þá SPARARÐU meira…

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hehe já, ég skil þitt sjónarhorn á þessu máli líka. Það er gaman að rökræða við þig en ég held við komumst ekki lengra í þessari umræðu. Eigum við þá ekki bara að vera sammála um að vera ósammála? ;)

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég tel mig vera nokkurnveginn búinn að svara þessu svari þínu hér áðan. Fólkið sem vill reykja má reykja mín vegna, en eins og ég sagði áðan, mér finnst persónulega að það eigi ekki að halda verðinu á sígarettum niðri fyrir þetta fólk á meðan hækkun verðsins gæti reynst gott spark í rassinn fyrir a.m.k. stóran hluta núverandi reykingamanna. Mín skoðun er sú að þeir sem hafa reynt og reynt að hætta en geta það ekki þurfa bara að reyna betur og/eða leita sér hjálpar við vandamál sitt. Mér...

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Nei þú fremur ekki sjálfsmorð í djóki en reykirðu í djóki? Eru ekki helstu ástæður fólks fyrir því að reykja að fólki finnist þetta annaðhvort töff eða bara gott? Fólk sem ætlar að fremja sjálfsmorð þarf hjálp. En þarf fólkið sem er hægt og bítandi að drepa sig á reykingum ekki hjálp? Það hafa verið gerðar fjöldamargar kannanir á reykingamönnum og í þessum könnunum kemur mjög skýrt í ljós að mikill meirihluti reykingamanna langar til þess að hætta. Ef verðið á sígarettunum er orðið of hátt...

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég skil þig. En leyfðu mér að setja þetta öðruvísi upp: Segjum að ég ætli að fremja sjálfsmorð og allir mínir nánustu vita það. Eru þá ekki líkur á að það fólk reyni allt sem það getur til að koma í veg fyrir slíkt? Sjálfsmorðið skaðar “engan nema mig” en fólki er samt ekki sama vegna þess að allir vita að sjálfsmorð skaðar gríðarlega út frá sér. Á sama hátt er ríkisstjórninni ekki sama þó mjög há prósenta landsmanna sé á hverjum degi að stytta líf sitt með reykingum. Vissulega tekur mun...

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég hef nú ekki lagt í það að spurja marga reykingamenn hvað þeir ætla að gera þegar sígaretturnar hækka svona í verði, en einn sem ég þekki sagði við mig (án þess að ég væri að spurja hann): “þegar sígarettupakkinn er kominn upp í 1000 kall hætti ég að reykja” þannig að ég veit ekki alveg hvað þú hefur fyrir þér í því sem þú ert að segja.

Re: Hækkun á verði á tóbaki ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Einnig veit ég að í Noregi kosta réttindi til að keyra móturhjól alveg fáaáranlegan pening. Ástæðan er sú að það séu svo mörg mótorhjólaslys. Skondna er, að flest mótorhjólaslysin eru út af holum í veginum. Hvað er svona skondið við það? Ef það eru færri mótorhjólamenn á götunum eru væntanlega færri mótorhjólamenn sem slasast eða láta lífið út af þessum holum í veginum. Hvert er hlutverk ríkisstjórnarinnar ef ekki að vernda þegna sína??? Við getum líka bara sleppt því að hafa ríkisstjórn,...

Re: Fyrir/Eftir

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það má vel vera að þér finnist töff að vera ljósbrúnn á hörund en það er ekki það sem ég er að tala um og ég held þú vitir það. Fordómar gagnvart ljósabekkjum var það sem þú sagðir upprunalega. Eru það fordómar gagnvart ljósabekkjum að benda á þá einföldu staðreynd að ljósabekkir eru óhollir? Er ég þá með fordóma gagnvart svörtu fólki ef ég segi að það sé svart? Ef þér finnst töff að t.d. reykja, og telur það vera gríðarlega “inn” í dag þá má þér alveg finnast það vera “inn”, það er alveg...

Re: Fyrir/Eftir

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
ef þú gerir alla þessa hluti sem þú sagðir sem eru: reykir borðar fitandi mat andar að þér leysiefnum rekur höfuðið oft í tekur lyf sem eru ekki góð fyrir þig borðar mikið nammi drekkur mikið gos hugsarðu þá: tjahh fyrst ég er að gera allt þetta sem er svona ógeðslega óhollt, af hverju bara ekki að bæta á listann “ljósabekkur 3 í mánuði” og drepast um þrítugt úr einu af eftirfarandi: lungnakrabba offitu heilaskemmdum öðrum líkamlegum kvillum, t.d. hjartastoppi húðkrabbameini eða samverkandi...

Re: Eragon ritgerð

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Vá það finnst mér skrýtið, ég gat varla lagt hana frá mér. Ég las í henni til 7 um morguninn eða þangað til augun bara vildu ekki haldast opin lengur, þá fór ég að sofa og tók hana svo strax þegar ég vaknaði aftur :P

Re: Eragon ritgerð

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Las reyndar ekki alveg alla ritgerðina, en varð bara að kommenta því ég er svo ótrúlega heillaður af þessari sögu og bara get ekki beðið eftir þriðju bókinni. Er alltaf að glugga í aðra bókina aftur og aftur og reyna að koma auga á eitthvað sem gefur manni vísbendingu um eitthvað sem gæti gerst í síðustu bókinni hehe. Meira að segja Harry Potter lítur í mínum augum út fyrir að vera hálfgert frat við hliðina á Eragon :P

Re: Dularmögn Egyptalands - Khufu Pýramídinn

í Dulspeki fyrir 17 árum, 2 mánuðum
tölurnar rugluðust eitthvað, átti að vera: 29°58'45.25“N og 31°08'03.75”A

Re: Dularmögn Egyptalands - Khufu Pýramídinn

í Dulspeki fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta er ekki rétt sem þið eruð að segja. Pýramídinn stendur ekki á núllpunkti lengdargráðanna, samkvæmt Wikipedia stendur hann á nákvæmlega 29°58′45.25″N og 31°08′03.75″A. Það stendur hins vegar í greininni að hann stendur á miðskilalínu jarðar, sem ég veit reyndar ekki hvað er.

Re: Dularmögn Egyptalands - Khufu Pýramídinn

í Dulspeki fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Flott grein og vel skrifuð! En já mjög merkilegt þetta með staðsetninguna. Sýnir bara hversu mikil þekking hefur glatast.

Re: knúsaðu þann sem þér þykir vænst um

í Rómantík fyrir 17 árum, 2 mánuðum
http://youtube.com/watch?v=vr3x_RRJdd4 :D

Re: Netfíkn!!!

í Netið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ef þú vilt ekki að barnið þitt fái klám pop-up hef ég bara eitt að segja þér.. Notaðu Firefox!! www.getfirefox.com Jú þú sérð ennþá leiðinda auglýsingaborða o.fl. en sendu mér bara einkaskilaboð og ég skal aðstoða þig við að fjarlægja þá :) Þ.e.a.s. ef þú nærð þér í Firefox :)

Re: Kvikmyndadreifing

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Betamax er svo miklu betri staðall heldur en VHS og mér finnst mjög sorglegt að lélegri staðallinn skuli hafa unnið baráttuna. Ég vona að það sama verði ekki upp á teningnum með Blu-ray og HD-DVD. Áfram Blu-ray!

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Bandaríkjamenn eyða meiri peningum í hernað heldur en allar Evrópuþjóðirnar til samans þannig að ég held þetta sé nú alveg rétt hjá honum.

Re: Tom Cruise "spámaður".

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
The S*n er hatað blað af stuðningsmönnum Liverpool (sem ég er) vegna umfjöllunar blaðsins um hið fræga Hillsborough slys sem varð árið 1989 þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til dauða. Þú getur lesið um þetta á wikipedia hér þar sem segir m.a. að sala á blaðinu féll úr um 200.000 eintökum á dag í 12.000 og þannig er það enn. Blaðið er ekki talið hafa traustustu heimildarmennina. Ég var ekki að beina neinu að þér persónulega, heldur dagblaðinu. Svo virðist sem mbl.is menn séu farnir...

Re: Tom Cruise "spámaður".

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég sagðist aldrei vera sammála eða ósammála einu eða neinu, ég sagðist ekki taka mark á þessu vegna þess að þetta kemur frá einu aldræmdasta sorptímariti Bretlands og ég er satt að segja hissa á að mbl.is sé farið að lepja upp hluti frá slíkum heimildarmönnum. Hvað viltu annars að ég útskýri nánar?

Re: Tom Cruise "spámaður".

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég nenni nú ekki að hlusta á kjaftæðið sem vellur upp úr sorpblaðinu The S*n!

Re: Löng þunglyndissaga

í Rómantík fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég þakka þér kærlega fyrir svarið Fróðleiksmoli, það er mjög gaman að fá vel skrifuð svör, þó öll svör séu góð. Þú spurðir hvort ég bæri enn tilfinningar til hennar. Ég get ekki neitað því að stundum langar mig að vera með henni, en ég held að aðalástæðan fyrir því sé bara hversu mikið ég sakna þess þegar allt gekk upp og hlutirnir voru ekki jafn ömurlegir og þeir urðu undir lokin. Hún var fyrsta stóra ástin mín og ég held að ég muni alltaf finna einhverja væntumþykju í hennar garð, en ég...

Re: Strákar sem lemja kærustur sínar

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er fullkomlega sammála þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok