Ég er sjaldan rótækur og reyni oftar en ekki að líta hlutlaust á mál sem ég kem upp með en í þessu máli get ég það bara.

Ég sendi þetta hér á deigluna því trúmál hafa verið mikið í deiglunni.

Ég er búinn að vera að hlusta á þá félagana Birgir, forstöðumanns www.vantru.is og hann Gunnar sem allir þekkja sem Gunnar í Krossinum rökræða um skoðanir sínar á trúmálum í innslagi í þáttunum Ísland í bítið á 365.

Báðir hafa látið orð falla og komið með rök fyrir máli sínu, ég er alfarið á móti bókstafstrú eins og Gunnar boðar. En einnig er ég á móti hugmyndinni um vantrú. Því raunin er að trúin býr inn í manni ávallt. Hvort sem það er trú á gamlann kall með skegg eða skrýtna konu með margar hendur þá er alltaf einhver von inn í manninum sem oft þarf því miður að beina vasaljósinu að því hún stundum glatast. En þegar vasaljósinu er skikað í leitarátt að voninni er það þá ekki trú ?

Byrjun a byrjuninni;

FYRSTA BÓK MÓSE
(GENESIS)

Sköpun heimsins.

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu og Guðs andi sveif yfir vötnunum. Þá sasgði Guð: Verði ljós ! Og það varð ljós.

Þetta kannast hver Íslendingur við og mörgum okkar hefur þetta verið kennt sem hinn heilagi sannleikur og óskeikult orð guðs. (Ég skrifa guð viljandi með litlum staf því ég hlutgeri hann). Aftur á móti eins og allir vita þá hafa vísindið komið með aðrar kenningar um byrjun heimsins. Miklihvellur. Og að guð hafi ekkert komið þar við sögu.

Þá er spurt; Hver gerði miklahvell ? Varla varð hann til úr engu.

Trúaður maður mundi neita tilvist miklahvells en ef sú tilvist yrði sönnuð mundi hann auðveldlega segja; “Guð gerði auðvitað miklahvell, hann skapaði himin og jörð.”

Jæja, ég ætlaði mér ekki að fara í þetta. En mig langar að benda á að mín hugsun um trú er ekki hvort það sem ég trúi hafi skapað veröldina, ég er auðvitað forvitinn yfir hvernig allt þetta saman gerðist. En mun ég fá svar ?

Mín hugsun um trú er ekki eins og biblían boðar hana eða bara öll trúarbrögð. Og ég vil með minni frekju troða þessari hugsun inn í ykkur.

Ég hef misst vilja til að lifa lengur í þessum heimi, því ég missti náinn einstakling úr lífi mínu. Þar á meðal glataði ég voninni. Það er vonin sem við þurfum að einblína að, vonin um að það sé eitthvað þess virði að berjast fyrir, virði að lifa fyrir og virði að brosa yfir. Þessi von er mín trú. Ég trúi ekki á guð, ég trúi ekki á biblíuna en ef það er leið annarra til að finna vonina þá gjöri ykkur svo vel. Svo lengi sem þið munið ekki glatast í gylliboðum og ráðríki trúarbragðanna.

Trúarbrögð eru hvað mesta tæki sem upp hefur verið fundið til þess að stjórna lýðnum. Kristin trú útbreiddist því valdamenn í Róm vildu ná tökum á sundurbrotnum lýðnum og lýstu því Kristinni trú sem ríkisstrú og töluðu um Biblíuna sem hina heilögu ritningu guð eftir að þeir höfðu setið og sett hana saman eins og þeim hentaði til að stjórna fólkinu.

Að trúa þarf ekki að fela í sér að aðhyllast þau trúarbrögð sem eru við lýði. Því ef satt best að segja er t.d. Kristnin alfarið hræsni. Átt ekki að myrða mann samkvæmt Biblíunni en ef þú kemur að karlmanni liggja hjá öðrum sem kvenmaður væri þá skal tafarlaust lífláta þá báða. Hlægilegt.

En þá vindur sögu minni að www.vantru.is . Mér þykir þessi síða vera frumleg og skapandi en samt sem áður á villigötum. Því það að dirfast að taka trúna frá fólkinu er eitthvað sem engum má leyfast, en það að uppræta hræsnina í trúarbrögðum er eitthvað sem hver einasti maður á að einsetja sér.

Að trúa ekki á neitt er eitthvað sem ég tel ekki vera mögulegt.

Á þá sá maður sér enga von ? Vaknar hann á hverjum degi með það í huga… Ég get ekki einu sinni ýmindað mér neinn sem vaknar á hverjum degi án þess að eiga sér von.

Ég set samasemmerki milli trúar og vonar og þykir mér það sjálfsagt. En þar með segi ég að www.vantru.is er á villigötum en einnig trúarbrögð.

Trúið á sjálf ykkur, vonina og það góða. Ekki orð ómarktækar skruddu eða orð manna sem jóðla allah út og suður. Einnig byð ég ykkur sérstaklega að trúa ekki eins og www.vantru.is vill að þið gerið. Því ég get ekki beðið ykkur um að gera það ómögulega.