Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fallegustu golfholurnar

í Golf fyrir 20 árum, 11 mánuðum
9. holan á sauðárkróki er ein sú flottasta á landinu.

Re: Sett

í Golf fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Í mínum poka er: Driver: Wilson Deep red 9° 305 cc 3 tré: Wilson Deep red 15° 2 járn: Ping i3 3-pw: Ping i3 blade 52° wedge: Titleist Vokey 55° wedge: Taylor made tour 60° Wedge: Mizuno TP-601 Putter: Oddysey rossie 2 white hot. Bolti: Pro V1 eða Strata Skór: Nike TW Poki: Ogio Er yfirleitt ekki með 2. járnið í pokanum. Stundum sleppi ég 3. járninu í staðinn.

Re: Erfiðustu teighögginn???

í Golf fyrir 21 árum
Það mun vera 13. í Vestmannaeyjum. Einnig 16. í Vestmannaeyjum. 17 í Vestmannaeyjum. Bergvíkin á hvítum. 9. á hvaleyrinni á hvítum. Svo er maður örugglega að gleyma einhverjum holum. Samt er þetta svoldið skrítið að manni gengur oftast best að slá upphafshögg á brautum sem eru krefjandi. Eins og að einbeitingin verði betri. Spáiði í þetta. kv örn

Re: Þetta kallar maður nú rugl!!

í Golf fyrir 21 árum
það er rétt rugl er kannski réttara orð. Við erum Klikkaðir.

Re: TIGER -----NIKE

í Golf fyrir 21 árum
Bara gaman að pæla. Mér er samt alveg sama. Hann vinnur alveg nóg sjálfur hann Tiger.

Re: TIGER -----NIKE

í Golf fyrir 21 árum
Ef að þú lest síðustu pósta fyrir ofan þá er þetta ekki lengur umræðan um hvað Tiger er að slá langt eins og það byrjaði. Nú er þetta komið út í það að þetta sé eingöngu Kylfurnar sem koma mönnum eitthvað áfram í þessum bransa. Ég er bara ekki sammála því. Eina sem ég er að segja er að það er ekki eingöngu kylfunum að þakka að þessir kylfingar hafa unnið svona mörg mót eins og skilja má á nokkrum greinum hér á undan (mythos). Held meira að segja að Titleist sé ekki með flest unnin mót miðað...

Re: TIGER -----NIKE

í Golf fyrir 21 árum
Haldið þið virkilega að þetta séu eingöngu kylfurnar? Þeir borga bara best og fá því bestu kylfingana. Þetta eru samt helv… góðar græjur. Hvert ætli hlutfallið miðað við notendur sé.

Re: Fá mer nýjar kylfur hvað finnst ykkur ????

í Golf fyrir 21 árum
Það er mjög erfitt að leiðbeina þér með þetta nema segja bara til um persónulega skoðun. Kylfuval er svo persónubundið. Aðeins þú getur sagt hvaða kylfur þér líkar og hvað ekki. Allar þessar kylfutegundir eru mjög góðar. Þú ert með 24 í forgjöf og því myndi ég halda að kylfur sem eru með stærsta sweetspotið myndu henta þér best. Sýnist að af þessum þrem gerðum sé það Callaway X-16. En enn og aftur þetta verður þú að finna hjá þér sjálfur.

Re: Markaðskönnun vegna golfhallar

í Golf fyrir 21 árum
Þetta er nú gott og gilt málefni. Ég svara þessari könnun með ánægju.

Re: Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ?

í Golf fyrir 21 árum
Ekki minnstu áhyggjur. Mér er svosem sama með hvaða drasl þeir eru að slá með. Finnst skemmtilegast þegar þeir gera eitthvað bullshit.

Re: Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ?

í Golf fyrir 21 árum
http://www.thegolfchannel.com/core.asp?page=17200&dv=40 04700&select=11133&select2=5034 Þarna stendur að hann hafi verið með Nike blade prototype í Open.

Re: Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ?

í Golf fyrir 21 árum
Ertu viss um það! Var hann ekki með einhverjar prótotýpur af þessu járnum? Kylfurnar voru ekki komnar á markað á þessu tíma. Þori samt ekki að fullyrða um það. kv örn

Re: Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ?

í Golf fyrir 21 árum
David Duval vann sinn eina risatitil með Nike kylfum. Tiger er búinn að vinna slatta af mótum með Nike kylfum. Ef honum líkaði ekki við þær þá myndi hann bara láta endurhanna þær. Held að við treystum um of á einhver verkfæri. Það er jú enn hann sem slær boltann. Held að Tiger geti slegið mikið lengra en þetta ef hann vildi gera það. Svo er líka spurning með mælingar á lengd á mótaröðinni, er Tiger altaf að nota driver á holum sem mælt er á. Yfirleitt eru pikkaðar út 3-4 holur á hring og...

Re: Opna hole in one annan í páskum.

í Golf fyrir 21 árum
Það var frestað vegna þess að ekki var hægt að fljúga frá bakka vegna þoku. Þetta lagaðist nú reyndar um 10 leitið í morgunn. Nú er bara að fjölmenna á mánudaginn og spila skemmtilegasta völl á íslandi.

Re: Opna hole in one annan í páskum.

í Golf fyrir 21 árum
Mótið er að sjálfsögðu í Vestmannaeyjum.

Re: Hverjir skara framúr í sumar?

í Golf fyrir 21 árum
Bara minna á að Halli Heimis er líka í skóla í USA. Ég held að það verði margir um hituna í sumar. Mummi, Halli, Örn Ævar, Heiðar, Júlli Hallgríms, Helgi Dan og fleiri. Svo verður gaman að sjá hvað atvinnumennirnir gera í Áhugamannamótunum. Einnig gætu menn eins og Maggi Lár komið sterklega til greina. Og svo ég. Hef heyrt að ég sé að æfa grimmt. Er að spá í að fara að tékka á því hvort að það sé satt. kv. Örn

Re: Þær eiga ekki heima hérna

í Golf fyrir 21 árum
Þetta er nú meira ruglið í þér. Viltu síðan ekki líka banna gamalt fólk og afrekskylfinga sem eru að vanda sig óþarflega mikið og þá sem fara stundum út fyrir braut og þurfa að leita og svo framvegis og framvegis……………!!! Þetta er nú með meira bulli sem að ég hef heyrt hér á Huga.

Re: Jæja...

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ekkert mál félagi. Greinin góð að öðru leiti.

Re: Jæja...

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já þetta var á 10. holu fyrstu í bráðabananum og já hann fór vinstra megin við holuna og já það er ekki skammarlegt að gera mistök í einu af stærstu golfmótum í heimi.

Re: Birgir Leifur kominn í GKG

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mælist til að þessum einstaklingi verði hent út af huga.

Re: Grínin á korpu

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Flatirnar eru það eina sem er þurrt á vellinum! Er ekki hvort sem er spilað á restinni af vellinum? Hef aldrei séð flatirnar á korpu blautar. Þetta lítur svo helvíti vel út. Frostið í nótt gæti hinsvegar haft eitthvað að segja.

Re: Íslandsmeistarar!!!!

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er bara spurning hvort að þessir menn sem ekki voru með í fyrra komast í liðið. Maður breytir ekki sigurliði er það!!!

Re: Flatir á landsmótsvelli slegnar í dag.

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Lítið má að skella sér til Eyja. Keyra á bakka, aðeins lengra en Hella, fljúga yfir í 5 mín. Taxi á völlinn, eða hringja í einhvern eyjamann og biðja hann um að sækja sig þeir eru jú svo liðlegir, málið leyst. Fljúga til baka og keyra í bæinn. Ekki skemmir fyrir að maður var að spila besta völl á Íslandi.

Re: Nýir tímar, ný klúbbhús?

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sammála þessu heitur pottur hljómar helv….vel og gufa líka. Málið er hins vegar að hér á íslandi eru töluvert meira af sundstöðum sem bjóða uppá þetta heldur en erlendis og einnig stutt að fara. Þessvegna er spurning hversu mikið þetta yrði notað. Ég myndi samt pottþétt nota þetta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok