Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hið vandræðalega augnablik

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hann skrifaði reyndar nokkuð lengri ljóð en þetta, en það er e-ð í stílnum sem fékk mig til að hrópa nafn hans upphátt. Ég náði mér síðan ekki fyrr en ég hafði lesið öll ljóðin hans í stafrófsröð, til þess að bæta upp fyrir galla þessa ljóðs!

Re: Hið vandræðalega augnablik

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta fannst mér ekki sannfærandi hjá þér. Nokkuð um áhrif frá Philip Larkin, en náði engan veginn hápunktinum sem hann var svo þekktur fyrir. Ó, ef hann hefði lifað lengur og skrifað fleiri gullmola.

Re: Fyndinn log

í Half-Life fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hversu á sem meðaleinkunn manns getur verið í prófum getur hún aldrei verið hærri en greindarvísitalan.

Re: Ray Charles (1930 - 2004)

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já, og miðað við undirskriftina…

Re: Ray Charles (1930 - 2004)

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég vona að þú hafir verið að grínast, annars ertu mjög fáfróður.

Re: Head Hunters (73)

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 2 mánuðum
,,Watermelon- Watermelon Women…!" Ég myndi segja að þetta væri ímyndun…

Re: Eitthvað sem skiptir máli

í Half-Life fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þú ert ekkert skárri, maður passar sig nú að minnsta kosti á því að skrifa ,,stafsetningarvillur“ rétt ef maður er að gagnrýna aðra. Og fyrst ég er byrjaður á þér ætti maður ekki að segja ,,fyllt með” eins og gert er í mörgum erlendum málum, á íslensku skrifum við (og segjum, auðvitað) ,,fullt af“. Leggja auga við? Njaaaa, veit ekki! ,,…máti sem þú tekur á við…”? Ekki heldur..

Re: Á hvaða framhaldsskóla stefnir þú?

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég vona að minnsta kosti að nokkrir sem hafa tjáð sig hér fyrir ofan komi ekki í MR…

Re: Hvernig ákvaðstu nafnið þitt á huga??

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Sleppur með skák á þýsku.

Re: David Blaine

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Kannski örlítið vanhugsað hjá mér. Þetta var samt meira til þeirra sem hugsuðu: ,,Vóóóóó" þegar þeir sáu þetta..

Re: David Blaine

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Augljóslega plat samt, í fyrsta lagi er alltaf klippt á milli, í öðru lagi er hjartað of stórt, gæti verið svínshjarta.

Re: SMS leikir og svindl?

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hah, leggjast 99 kr inn á símreikninginn?

Re: Jón Sigurðsson

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Satt er að þessi nafntogaði maður sé ofmetinn… Það er ekki hægt að skrifa grein um Jón án þess að minnast á Skapta Tímóteus, hina raunverulegu frelsishetju. Því miður dó hann drottni sínum í skurði í Kaupmannahöfn, eftir að hafa sloppið úr fangelsi. Þangað hafði hann verið færður eftir að hafa áreitt portkonu í öngstræti! Sú staðreynd að Jón þótti standa Skapta langt að baki hlýtur því að segja eitthvað…

Re: Saga The Beatles 13. kafli

í Gullöldin fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nei, láttu ekki svona! Þetta er ekkert persónulegt til þín, það er bara frekar oft sem maður sér svona langlokur…

Re: Saga The Beatles 13. kafli

í Gullöldin fyrir 19 árum, 3 mánuðum
,,I Dont Wanna Be A Soldier er gott dæmi um hvað John var mikill uppreisnarsinni, hann talar um að hann vilji ekki vera hermaður, hann vilji ekki deyja og honum langar ekki að vera lögfræðingur, honum langar ekki til að ljúga, svosem ætti maður að segja frá því hvað hann hafði orðið mjúkur eftir að fór að taka LSD, hann varð hippi og uppreisnarmaður en fyrst var hann bara eithvað sem kallaðist rokkari, lög hans voru svo persónuleg að þau náðu flest ekki á toppin, þó þetta hafi verið mjög góð...

Re: Stratocaster gítarar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Annars, til að enda það sem ég sagði hérna áður, þá finnst mér mjög líklegt að þessi gutti hafi skrifað þetta beint upp úr Fender Frontline, þar sem stendur við Custom Shop-gítarana hvort þeir séu Relic, Closet Classic eða New Old Stock (N.O.S). Það er EKKI verið að meina litinn! Þetta segir ekkert til um það hvernig gítarinn er á litinn, semsagt, þú getur fengið Relic í hvaða lit sem er, N.O.S í hvaða lit sem er og Closet Classic í hvaða lit sem er! Þetta er ekki grein:)

Re: Stratocaster gítarar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hahaha. Relic og N.O.S eru skilgreiningar Custom Shop á ástandi gítaranna sem þeir gera til þess að þeir líti út fyrir að vera gamlir. Relic eru veðurbarnir og virðast hafa verið notaðir daglega í 50 ar, N.O.S þýðir að hann lítur út eins og hann sé keyptur nýr í dag en samt alveg eins og þeir voru gerðir í upphafi. Svo er til þriðja skilgreiningin, Closet Classic, en það er millistigið, þeir eru eins og þeir gítarar sem þú gætir fundið uppi á háalofti hjá þér.

Re: Nei, nú er mér nóg boðið!

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Og svo það komi fram, þá er hræðilega ljótt að tala um ,,hundruði". Hundruð er eina fleirtala töluorðsins hundrað. Maður sér þetta alltof oft.

Re: Gítarleikari/Söngvari The darkness

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Karl Marx.

Re: Létt að spila á gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hvað með það þó hann ,,kunni" einhver sóló? Heldur hann að það sé mælikvarði á hversu góður maður sé:D? Sylvain Luc var geðveikur áðan.

Re: Astral Projection(out of body experience)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nei, ég þekki sko Grím sem hefur lent í þessu margoft. Hann er mjög fróður um sínar upplifanir og getur örugglega sagt þér fullt. Ég get gefið þér samband við hann ef þú sendir mér skilaboð!

Re: Astral Projection(out of body experience)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ekki heitiru Grímur? Það væri ótrúlegasta tilviljun í geiminum.

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Svo er ekkert mál að slá inn íslenskar gæsalappir (þó þær snúi öfugt eru þær handhægari og íslenskari) með tveimur kommum.

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Maður sekkur djúpt, ekki lágt! Og ekki voga þér að tala niður til mín. Þegar maður sekkur, sekkur maður kannski í lægri stöðu út frá núllpunkti en samt er talað um að sökkva djúpt. Að sökkva lágt? Nehei.

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þar að auki er talað um að sökkva dýpra, ekki lægra.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok