John Lennon hafði alltaf verið friðarsinni og svoldill hippi, Lagið Imagine er gott dæmi um hvað hann var mikill friðarsinni(sömuleiðis Give Peace A Chance, en ekki á sama Hátt) og snillingur, lagið er svo vel sungið og píanóspilið mjög fínt. Cripple Inside er dæmi um skrítin húmor Johns, en í því getur maður heyrt margar skondnar setningar. Instant Karma og Happy Xmas(War Is Over)smáskífan kom út rétt á undan Imagine. Ástarljóð til Yoko voru mjög algeng á fjórum fyrstu plötum Lennons Plastic Ono Band, Imagine, Mind Games og Walls And Bridges, Jealous Guy er eitt af þeim, það er ljóð sem hann samdi, fínpússaði textan og samdi lag við, þetta er samt ekki beint um hann og Yoko en textin var um þau upphaflega, þangað til hann breytti nokkrum línum. I Dont Wanna Be A Soldier er gott dæmi um hvað John var mikill uppreisnarsinni, hann talar um að hann vilji ekki vera hermaður, hann vilji ekki deyja og honum langar ekki að vera lögfræðingur, honum langar ekki til að ljúga, svosem ætti maður að segja frá því hvað hann hafði orðið mjúkur eftir að fór að taka LSD, hann varð hippi og uppreisnarmaður en fyrst var hann bara eithvað sem kallaðist rokkari, lög hans voru svo persónuleg að þau náðu flest ekki á toppin, þó þetta hafi verið mjög góð lög, á þessum tíma var hann mjög vanmetin tónlistarmaður og skáld og er kannski í dag, ég er ekki viss. Svosem var Its So Hard gott dæmi um lífið sjálft og svosem er textin dagsannur. Gimme Some Truth er lag um pólítíkusa sem ljúga, og gera þeir það ekki flestir? Lögin á Imagine fjalla öll um hvernig hann vildi breyta heiminum.
Oh, My Love er um hann og Yoko, svosem má líka taka fram að ef maður á Imagine albúmið á geisladisk er mynd aftan á bæklingnum þarsem John heldur utan um eyru á svíni, það átti að vera svar við albúmi Pauls Ram, á Ram fannst John tvö lög vera móðgandi í sinn garð(ég fer í lögin seinna, en lögin voru Too Many People og Dear Boy), svo hann samdi How Do You Sleep?.
Í How Do You Sleep er sagt frá því að Paul hafi verið hissa hvað Sgt. Peppers hefði gengið vel, síðan heldur John því fram að platan hafi verið mjög saklaus, hann segir að gerpin sem sögðu hann dauðan höfðu rétt fyrir sér, hann kallar hann mömmustrák og segir að eina góða sem hann hafi gert var Yesterday og núna er það bara Another Day(annað lag eftir Paul). Lennon og McCartney áttu eftir að sættast Seinna. George Harrison spilaði á gítar í flestum lögunum á albúminu.

Sometime In New York City var nafnið á næsta albúmi Lennons, sjaldgæft albúm. Coverið eða hulstrið á að koma út eins og dagblað, sem það gerir.
Byrjunar lagið á albúminu er Woman is The Nigger Of The World og fjallar um hvað konur eru niðurlægðar daglega, lagið er samið af John og Yoko og er spilað með Plastic Ono Band, eins og öll lögin á plötuni, samt eithvað með Elephants Memory. Tvö lög voru um írland Sunday Bloody Sunday og Luck Of The Irish, lögin eru svoldið svona(allavega Luck Of The Irish), lög sem fær mann til þess að verða svoldið reiður út í breta, en það lagast þegar maður heyrir New York City, fjörugt rokklag sem kemur fram að engin kom að bögga John og Yoko og þá ákváðu þau að flytja þangað.
Það eru tvær plötur í þessu albúmi, það sem er númer tvö er Live og þar spilar Frank Zappa með Plastic Ono Band. Fyrstu dagarnir í New York byrjuðu vel en þegar þeim átti að vera hent útúr landinu var Kyoko tekin af þeim, dóttir Yokos, þegar þau voru nokkurnvegin búin að fá hana aftur var bent á að John væri eiturlyfjafíkill og ekki nógu ábyrgur faðir, svo faðir Kyoko tók hana heim til Japan, og faldi sig fyrir John og Yoko svo þau myndu ekki finna Kyoko, en á endanum fengu þau forráð yfir henni. 1973 kom Mind Games út, hún fékk góða gagnrýni en ekkert heyrðist frá John nema 1974, þarsem hann var að spila með Elton John, sem átti eftir að spila með John á næsta albúmi Johns, Walls And Bridges sem kom út 1974, Whatever Gets You Through The Night og Sweet Bird of Paradox. Hann var ennþá með Allen Klein sem umboðsmann og sömuleiðis George, en éftir næsta albúm Johns Rock N Roll, rak hann Klein, því Ringo George og John kærðu hann fyrir að hafa stolið frá sér, Paul kærði hann ekki en bar vitni fyrir gömlu félaga sína og John og Paul sættust og Paul heimsótti John meira að segja þegar hann var í Los Angeles. The Lost Weekend eða týnda helgin var helgi sem John stakk af með May Pang, barnapíu og byrjaði að drekka mikið og gisti hjá Ringo Starr og Keith Moon en trommaranir leigðu saman íbúð. Þess má til gamans geta að John fór í trúpadora keppni og lenti í öðru sæti. Ringo, Keith og John drukku og drukku og ekkert heyrðist frá þeim í þrjá mánuði.
Reyndar kom John heim en ekkert heyriðst frá honum í fimm ár, svo gaf hann út >Double Fantasy en ég fer í það í næsta kafla.